Ritmennt - 01.01.2005, Síða 75

Ritmennt - 01.01.2005, Síða 75
RITMENNT MUNNUR SKÁLDSINS er. Einnig er dvergurinn fyrst og fremst við hirðina vegna afbrigðilegs líkamsvaxt- ar þannig að í dróttkvæðri vísu um slíka mannveru er ákveðin spenna milli hins andlega og hins líkamlega. Sneglu-Halli er aðeins einn af mörgum Islendingum sem nær frama við norsku hirð- ina sem hirðskáld eða skemmtikraftur.18 En hann er greinilega ný tegund eins og sést á fyrsta tilsvari hans þar sem spaugið er gróft og kynferðislegt. Einnig er áberandi að hann heldur sér í náðinni með því að yrkja hratt, frekar en vel. Hér gagnast Halla að honum þykir ekki fyrir neðan virðingu sína að yrkja vísu um dverg þegar þess er óskað, ólíkt íslenska hirðskáldinu Þjóðólfi sem er á fleti fyrir þegar Halli kemur til hirðarinnar. Þessi munur íslendinganna tveggja er dreginn enn skýrari dráttum í Flateyjarbókargerð þátt- arins þar sem nýi kaflinn gefur sterklega til kynna að Halli sé ekki síst í hávegum hafður af konungi vegna þess að hann sé ruddalegri en allir aðrir og víli ekki fyrir sér að gantast með kynlíf manna og hesta eða að nota orðið „reðr" í vísu.19 í Flateyjarbókargerð þáttarins kemur fram að konungi virðist ekki síst falla í geð hversu frakkur Halli er, þó að drottn- ingu hans líki illa við hann af þeim sökum. Greinilega finnst henni Halli ekki hegða sér á viðeigandi hátt fyrir hirðmann, og að það sé fyrir neðan virðingu konungs að hafa slíkan mann með sér. Er konungur þá ef til vill að andæfa drottningu og hugmyndum hennar um fágun með því að vingast við Halla? Eða er hann aðeins að leika sér eins og skólastrákur? Báðar túlkanirnar koma til greina, en um leið kemur fram í báðum gerðum þáttarins að aðdáun konungs á ruddaskap Halla eru takmörk sett. Það sést þegar Halli hleypur frá föruneyti konungs og finnst í baltgarði að éta graut. Orð manna geta verið vopn í einvígum tungunnar, og um það eru allmörg dæmi í þættinum. Þetta þekkjum við úr ýmsurn norrænum miðaldatextum þar sem finna má sennur og mannjöfnuði.20 Það einvígi, sem mest rækt er lögð við, fer fram milli Halla og Þjóðólfs. Árekstur þeirra er þó í fyrstu óbeinn. Þegar Þjóðólfur hefur unnið sér frægð með vísunum um skinnarann og smiðinn er Halla ögrað. Þjóðólfi þykir hlægilegt þegar Halli kemur sér úr húsi með grautarátinu. En það er fyrst á jólunum að átök þeirra verða bein. Þá hyggst Halli stíga skrefið til fulls og flytja konungi vel ort kvæði. Greinilega er Þjóðólfi þá ógnað því að hann grípur tækifærið og fer að rifja upp Kolluvísur sem Halli hafi ort um kýr heima á íslandi. Leynir sér ekki að það þykir óvirðulegt viðfangsefni fyrir hirðskáld sem á að fást við orustur og önnur afrek konunga. Halli getur hins vegar goldið í sömu mynt og rifjað upp Sóptrogsvísur sem Þjóðólfur hafði sjálfur ort á íslandi þegar hann bar þar út ösku og þótti ekki til 18 Hlutskipti slíkra manna væri efni í sérstaka bók, en í Morkinskinnu er meðal annars lýst íslensku hirðskáldi sem uppi er á miðri 12. öld og þarf að keppa um hylli konungs við alls konar leikara og trúða sem iðkendum fornrar dróttkvæðalistar hefur eflaust fundist nokkur minnkun af (Moikinskinna, bls. 446-48; sjá einnig Stað í nýjum heimi, bls. 165-66|. 19 Flateyjarbók, bls. 427-28. 20 Fyrir slíkum texturn gerir Karen Swenson grein í nýlegu riti [Performing Definitions: Two Genres of Insult in Old Norse Literature. Columbia, S.C. 1991). 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.