Ritmennt - 01.01.2005, Síða 140

Ritmennt - 01.01.2005, Síða 140
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR RITMENNT það til þess að þá þegar í hans biskupstíð hafi biskupsstóllinn haft skip í förum. í Biskupa sögum er skýrt frá því í sögubroti, að Gottskálk Kæneksson hafi látið byggja upp miðkirkjuna á Hólum og látið gera múr í kringum hana.20 Til slíkra stórbygg- inga þurfti venjulega timbur erlendis frá og bendir þetta til tryggra verslunarsambanda við Noreg. í embættistíð Gottskálks Kænekssonar voru skrifarar við kansellí konungs í Osló þokkalega ritfærir á norrænu og notuðu meira að segja stafinn þ.21 Af bréfum Gott- skálks Kænekssonar að dæma voru hann og skrifarar hans einnig vel færir á norræna tungu. Þeir skrifuðu gjarnan „wii" í staðinn fyrir vér. Þar fyrir utan var stafsetningin sérviskuleg og með ýmsu móti, sem vafa- laust helgaðist af breytilegum framburði og skorti á samræmdri réttritun. Svo slettu menn náttúrlega þýsku eins og gerðist og gekk á þessum tíma. Fleiri ættmenn Gottskálks bjuggu á íslandi, t.d. Valgerður Kæneksdóttir, systir biskupsins. Hún giftist árið 1466 Hallvarði Ámundssyni og lagði hann 300 gyllini til ráðahagsins, auk þess sem hann gaf konu sinni 100 gyllini í bekkjargjöf.22 Það var alger undantekning, að brúðarfólk legði fram svo háa upphæð í reiðufé. Jarðir, kúgildi og búfénaður voru hinn venjulegi gjaldmiðill. Olafur Rögnvaldsson, sem þá var orðinn biskup, gerði þessa frændkonu sína úr garði með mjög veglegan heimanmund. Fékk hún 60 hundraða, þ.e. andvirði stórbýlis eftir þeirrar tíðar verðlagi. Hafði Gottskálk biskup á hérvistardögum sínum gefið systur sinni jörðina Tungu í Núpsdal, sem metin var á 40 hundruð, og lagði Ólafur blessun sína yfir þá gjöf.23 Gottskálki til halds og trausts var bróð- ursonur hans, Ólafur Rögnvaldsson, og var hann kominn til íslands sumarið 1449.24 Ólafur virðist snemma hafa hafist til met- orða og er hans getið í bréfi, útgefnu í Kaupmannahöfn í mars 1453, og virðist hann þar vera í erindagjörðum frænda síns.25 Sama ár fékk hann erkibiskupsveitingu fyrir Oddastað,26 og árið 1458, að Gottskálki bisk- upi látnum, var hann kjörinn biskupsefni af klerkum Hólabiskupsdæmis. í kjörbréfinu lcemur fram, að klerkum er mjög áfram um að fá Ólaf til biskups og stendur þar eftirfarandi klausa: „Finnst það og í öllum greinum, að þeir [biskupar] hafa nýtilegastir verið heilagri kirkju, sem af voru landi hafa samþykktir verið."27 Þegar svo röggsamur maður sem Ólafur var, situr 36 ár á biskupsstóli, fer ekki hjá vegabréf fyrir pílagríma í suðurgöngu, brytaeið og prestseið í stöðluðu formi. I prestaeiðnum er tekið fram, að prestar skuli hvorki halda eiginkonu né fylgilconu á kirkjunnar kostnað. 20 Um Gottskálk Keniksson og Hóla biskupa", bls. 233. 21 DIIV, nr. 674. 22 DI V, nr. 420. Skýringin á þessu lausafé kann að vera sú, að Hallvarður hafi verið Norðmaður en ekki lendur maður á íslandi. 23 DI V, nr. 420. Um þessar mundir er minnst á Gottskálk Gottskálksson í Fornbréfasafni. Nafnið var mjög sjaldgæft á íslandi og því eru miklar líkur á því, að þessi Gottskálk hafi verið ættmaður þeirra Hólabiskupa. DIV, nr. 430. 24 DIV, nr. 27. 25 DIV, nr. 94. 26 DI V, nr. 93. 27 DIV, nr. 153. 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.