Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 146

Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 146
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR RITMENNT gátu þeir skrifað eða lcveðið upp dóma á norrænu. Þessum mönnum til hagræðis voru norslcar lögbækur þýddar á dönsku. Þetta átti sér einkum stað í varakonungstíð Kristjáns II og erkibislcupstíð Eiríks Walkendorfs. Fornar norskar höfðingjaættir rýrnuðu að auði og áhrifum, en til loka 16. aldar voru samt Norðmenn í embættum lögmanna. „Sorenskrivere" svonefndir leystu þá af hólmi þegar leið að aldamótunum.62 Þetta fólk sóttist eftir að giftast inn í hina dönslcu yfirstétt og mynda þannig - þegar til lengri tíma er litið - dansk-norska yfirstétt.63 í stórborgum þessara tíma, eins og t.d. Björg- vin, voru norður-þýskir kaupmenn mjög umsvifa- og áhrifamiklir. Þeir töluðu sínar lágþýsku mállýskur. Þýsk áhrif flæddu á þessum tíma yfir Norðurlönd svipað og engilsaxnesk áhrif flæða yfir nú um stundir. Þeir, sem mæltu á norrænu, voru púkalegur sveitavargur og einstöku íhaldssamar lær- dóms- og lögmannsfjölskyldur, sem máttu horfa upp á það, að tunga feðranna var gengisfelld og nýttist ekki lengur í sam- skiptum við yfirvöldin.64 Uppvöxtur Odds Gottskálkssonar Heimildir greina ekki frá því, hvenær Oddur sonur Gottskálks biskups er fæddur. Móðir hans er talin hafa verið Guðrún Eiríksdóttir, Loftsonar ríka á Grund í Eyjafirði. í Sýslu- mannaæfum segir, að hún hafi ung farið til Noregs og fylgt þar Gottskálki Nikulás- syni.65 Vafalítið fæddist Oddur áður en Gottskálk varð biskup, þ.e.a.s. fyrir árið 1497, því varla hefur svo siðavandur maður látið slíkt hneyksli henda sig að eignast barn í biskupstíð sinni og heimildir hefðu tæpast þagað yfir því. Því er nolckuð hæpið að ætla að Oddur sé fæddur á árabilinu 1510-20 eins og Jón Helgason gerir skóna.66 62 Knut Robberstad, Rettssoga, bls. 200 o.áfr.; Fredrik Scheel, Lagmann og skrívet, bls. 73-79. 63 Um þessa málavexti, sjá: Halvard Bjorkvik, „Folke- tab og sammenbrudd 1350-1520", bls. 204-07. Um útbreiðslu dönskunnar á lcostnað norskunnar á 16. öld, sjá: Vemund Skard, Norsk Sprákhistoríe, 1523- 1814, bls. 11-19. Skard rekur þá þróun, að helstu embættismenn á vegum ríkisins verða danskir og nota dönsku sem embættismál. Danskir menn verða biskupar í Noregi og fá dönskum prestum norsk prestaköll. 64 A átjándu og nítjándu öld hafði íslenskt samfélag því sem næst gliðnað sundur í tvö málsamfélög, kaup- staðarmál og sveitamál. Danski málvísindamaður- inn Rasmus Rask kom til landsins 1813 og honum brá heldur betur í brún að heyra Reykvíkinga tala: „Annars ... held ég að íslenzkan bráðum mun útaf deyja, reikna ég að valla mun nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en valla nokkur i landinu að öðrum 200 þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafnvel hjá beztu mönnum er annaðhvört orð á dönsku, hjá almúganum mun hún haldast við lengst." Tilvitnun: Jakob Benediktsson, „Þættir úr sögu íslenzks orðaforða", bls. 104. Athyglisvert er, að málvísindamaðurinn gaf þó tungunni samtals 300 ár til þess að lognast út af. 65 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfit I, bls. 169, 333-38. Margt er óljóst með konurnar i lífi Gott- skálks, einkanlega er erfitt að henda reiður á Guð- rúnu Eiríksdóttur slógnefs. Bróðir hennar var Sumar- liði, faðir Sveins, sem kvæntur var Guðríði Finn- bogadóttur lögmanns og bjuggu þau á Grund í Eyja- firði. Guðrún var sem sagt föðursystir Guðríðar. Eftir að Sveinn dó, líklega 1494, giftist Guðríður Guttormi Nikulássyni, bróður Gottskálks biskups. Bogi Benediktsson segir Guðrúnu hafa farið unga til Noregs og fylgt þar Gottskállci og Oddur hafi fæðst þar. Það getur tæpast hafa verið, því Gottskálk var við nám úti í Rostock á 9. áratugnum og er svo lcominn til íslands 1487. Milclu líklegra er, að samband þeirra Guðrúnar og Gottskálks hafi stað- ið á 10. áratugnum. Vera má að Valgerður móðir Kristínar hafi látist snemma og Gottslcállc þá telcið saman við Guðrúnu. 66 Jón Helgason, Málið á Nýja testamenti Odds Gott- 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.