Ritmennt - 01.01.2005, Síða 147

Ritmennt - 01.01.2005, Síða 147
RITMENNT ODDUR NORSKI OG NÝJA TESTAMENTIIÐ 1540 Hér verða færð rök fyrir því, að Oddur hafi verið fæddur á árabilinu 1495/6. Biskupa annálar Jóns Egilssonar greina frá því, að Oddur hafi alist upp með föðurfrændum sínum í Noregi frá 6 ára aldri.67 Yarla hefur drengurinn verið sendur einn síns liðs alla leið til Noregs. Guttormur frændi hans flutti hins vegar 1502 eða 1503 frá íslandi aftur til Björgvinjar, en hann hafði þá misst eiginkonu sína, Guðríði Finnbogadóttur. Sennilega hefur Oddur fylgt honum til Noregs og alist upp á heimili hans eða á heimili Péturs föðurbróður síns.68 Samkvæmt þessu hlýtur hann að vera fæddur 1495/6. í skýrslu Þormóðar Ásmundssonar um fráfall Odds segir, að hann hafi um tíma dvalist hjá föður sínum að Hólum, en siglt aftur til útlanda að honum látnum. Þormóður lýsir útliti Odds á eftirfarandi hátt: „Þar var hann saklaus stunginn með puck [sicj hjá vinstra auga af Ólafi heitnum í Dal föður Markúsar og þar af lýttist hann noltkuð. Hann var hár maður og þykkur eftir hæð, fríður í andliti."69 Varla hefur Oddur verið barn að aldri, þegar hann lenti í þessum blóðugu ryskingum. Þormóður segir ennfremur urn Odd: „Hann var svo iðinn maður og ástundunarsamur, þá hann átti ekki öl eður var ei hindraður af öðrum önnum að liann tók sér ekkert annað fyrir hendur en að lesa og skrifa og útleggja bækur." Og áfram heldur Þormóður: „... og má með réttu telja hann með þeim sem þessu sínu móðurlandi hafa gagnsamastir verið."70 Fleiri úr fjölskyldunni bjuggu tímabundið í Noregi, t.d. Kristín systir Odds ásamt Þorvarði eiginmanni sínum, sem átti „garð" þar í landi. Þorvarður lést í Noregi árið 1513 og flutti eldtjan þá aftur til íslands.71 Fleiri íslenskir höfðingjar dvöldust langdvölum í Björgvin, í upphafi 16. aldar t.d. Björn Þor- leifsson jungkæri á Reylchólum, sem var í þjónustu Hans biskups í Björvin.72 Þá mun jafnan hafa verið slæðingur af íslendingum í íslendingagarðinum í Björvin. Má gera ráð fyrir, að þarna hafi verið nokkuð öflug Islendinganýlenda. Um þessar mundir mun hafa verið mikil þýðingarstarfsemi í gangi víða um Noreg, ekki hvað síst í stórbæjum eins og Björgvin.73 Lögmenn eins og t.d. Guttormur Nikulásson, sem búið hafði um árabil á íslandi, hljóta að skálkssonar, bls. 3. Rök Jóns fyrir þessu er að finna í formála Odds að Opinberunarbólúnni, þar sem hann kallar sjálfan sig „ónýtan yngling". En á þessum tíma var að ryðja sér til rúms mærðarfullt orðalag að þýsltri fyrirmynd, þar sem þótti kurteisi að gera sem minnst úr sjálfum sér. Árið 1540 var Oddur bæði embættislaus og jarðnæðislaus og var því félagslega séð „ónýtur ynglingur" burtséð frá líffræðilegum aldri. Ágætt dæmi um þessa mærð er bréf Gísla Jónssonar súperintendents í Skálholti og presta lians til konungs frá árinu 1559. DI XIII, nr. 307. 67 Jón Egilsson, „Bisltupa annálar", bls. 76. 68 Athyglisvert er, að Oddur skírir son sinn í höf- uðið á Pétri frænda sínum en ckki í höfuðið á Guttormi. Kann þetta að benda til þess, að hann hafi alist upp hjá Pétri Nikulássyni og viljað sýna föðurbróður sínum sóma á þennan hátt. Þegar þetta var, var Guttormur var orðinn ekkill og líklegast umhendis fyrir liann að sinna barnauppeldi. Pétur Oddsson flutti með fjölskyldu sína til Noregs að vitja arfs. Jóni í Hítardal segist svo frá: „... en af því stórir herramenn liéldu góssin, tregaðist sólcnin fyrir Pétri, útlendum einstæðingsmanni, svo hann missti þeirra [eignanna]." Jón Halldórsson, „XX. Hólabislcup, Gottslcállc Nilculásson". Sjá einnig: DI XIII, nr. 102. 69 DIXIII, nr. 102. 70 Sama heimild, sama stað. 71 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir IV, bls. 236. 72 D1 VIII, nr. 80, 81. 73 Knut Robberstad, Rettsoga, bls. 203 o.áfr. 143
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.