Vera


Vera - 01.10.2002, Síða 24

Vera - 01.10.2002, Síða 24
vera Karlmennska í kreppu 24 KVENNARÍKI í SJÓNVARPI? Eru karlarnir heilalausir hálfvitar sem hugsa ekki um annað en að éta og horfa á fótbolta? Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rýnir í erlenda framhaldsmyndaþætti á Skjá einum Ég sá lesendabréf í einhverju dagblaðanna þar sem karl nokkur kvartaði sáran yfir þeirri mynd sem dregin væri upp af karlmönnum í fjölskylduþáttum á Skjá einum. Þar væru þeir heilalausir hálfvitar sem ekkert hugsuðu um annað en að éta og horfa á fótbolta og í ofanálag létu þeir konuna sína ráða algerlega yfir sér. Gott ef maðurinn vísaði ekki líka til sjónvarpsauglýsinga þar sem karli er miskunnarlaust sparkað útúr rúmi til þess að konunni hans geti liðið betur og annar karl er grimmúðlega læstur úti á matmálstíma vegna þess að konuna langar að sitja ein að kræsingunum. „Hvað ef svona væri farið með konur í sjónvarpi?" skrifaði karlinn og var stórlega misboðið. Ég horfi stundum á fjölskylduþætti á borð við Everybody Loves Raymond, King of Queens, Accor- ding to Jim og Ladies Man á Skjá einum. Eftir að þessu með stöðu kynjanna í þáttunum var velt upp fór ég að skoða hana sérstaklega og komst á þá skoðun að það er mjög eðlilegt að venjulegum körlum útí bæ sé misboðið. Einhver hefur jafnvel látið að því liggja að jafnréttisbar- áttan hafi í þessu tilliti gengið of langt. Að nú séu karlar sannanlega réttdræpir hvar og hvenær sem er, þeir séu alls staðar hafðir að háði og spotti, en konurnar standi uppi sem sigurvegarar, búnar að troða karlana niður í skítinn. Mér finnst þetta skelfileg tilhugsun og ákvað að grafa aðeins dýpra til að komast að því hvort þetta sé virkilega satt... Að drekka bjór og borða... Aðalpersónurnar í þáttunum sem ég nefndi hór að ofan eru svo sannarlega undirmálsmenn á heimili. Jim í According to Jim er tildæmis enginn fyrirmyndarmaður. Hann borðar villimannslega mikið og rekur við eftir matinn, hann hefur sjúklegan áhuga á íþróttaglápi, er skapbráður í umferðinni og heldur mjög á lofti ýmsum vanahugmyndum um stöðu kynjanna. Hann getur ekki rætt um tilfinningar sínar, ekki beðist afsökunar, ekki stjórnað sér á nokkurn hátt. Hann á það þó sammerkt með flestum körlunum úr þáttunum að hann á sárlega þolinmóða og góða konu sem aldrei verður alvarlega reið, sama hvaða vitleysu hann býður henni upp á. Hún er líka mun fallegri en hann og mun skynsamari og gáfaðari. í þáttunum King of Queens skyggnumst við inn í líf barnlauss pars sem hefur föður konunnar inná heimili sínu. Heimilisfaðirinn er fitubolla sem hugsar mest um mat og sjónvarp og á það til að hafa hugann við ídýfur og sósur þegar konan hans er að reyna að tala við hann um mikilvæg málefni. Þess má geta að hann „á" sitt eig- ið sjónvarpstæki og hefur það í sórstöku herbergi þang- að sem vinir hans heimsækja hann og glápa, drekka bjor og borða. Konan, sem lítur út eins og velþjálfað súpermódel, tekur að sér einhvers konar verkefni sem hún þarf að vinna í tölvu (oftast heima), og er því eina konan í þátt- unum fjórum sem vinnur utan heimilis. Húsbóndinn reynir iðulega að fara á bakvið konuna með fíflalega hegðun sína en alltaf kemst upp um hann. I einum þættinum keypti hann sér mótorhjól þrátt fyrir áköf mótmæli konunnar, kunni síðan ekkert með það að fara, slasaði sig og þurfti að endingu að skila hjólinu. Þá gat konan sagt: „Ég sagði þór þetta!" Hann skemmir líka hluti og slasar sig á fáránlegan hátt en alltaf verður

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.