Vera


Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 26

Vera - 01.10.2002, Blaðsíða 26
V hann var nokkuð sem ekki varð þol- að. Systirin endaði á því að biðjast afsökunar og segja: Auðvitað ert þú húsbóndi á þínu heimili! Konan í King of Queens er barn- laus og vinnur væntanlega fyrir tekjum en samt sem áður getur hún ekki farið í bankann til þess að sækja um lán nema maður hennar komi með henni. í þættinum sem fjallaði um þetta hafði karlinn í hendi sér hvort draumar konunnar rættust og ætlaði sko ekki að hlaupa eftir hennar tiktúrum en afsakaði sig með því að hann hefði svo mikið að gera í vinnunni að hann gæti ekki komið með henni til banka- stjórans. I vinnunni var hann samt bara að leika sér að því að skjóta í mark með heftibyssu en skaut í punginn á sér. Þá komst allt upp og þátturinn endaði á því að konan fékk lánið sem hún vildi fá. Maðurinn í Ladies Man er held- ur ekki það viljalausa verkfæri í höndum kvennanna á heimilinu sem hann vill vera láta. Eins og fyrr er það hann sem er fyrirvinna heim- iiisins og stjórnar því í hvað tekj- urnar eru notaðar. í einum þættin- um skipaði maðurinn konunni sinni og dætrum að spara við sig í heimilisinnkaupunum. Konan hlýddi og fór að kaupa ógeðslegt kjöt og ógeðslegan klósettpappír. Þar sýndi hún honum í tvo heimana því að endingu skildi hann að auð- vitað átti konan að fá að ráða þessu. Endir varð á sparnaðartali þegar kom í ljós að karlinn hafði keypt sér rándýrt golfsett á sama tíma og heimilismenn þurftu að skeina sig á klósettpappír sem beinlínis var hættulegur afturendanum. Oft eru skeggrædd fjármál í þátt- unum, konurnar biðja um peninga til ýmissa nota og körlunum verður kannski á að segja eins og Raymond ræflillinn: „En ág vinn nú fyrir Jsessum peningum..." og fá undan- tekningalaust bágt fyrir. Þeir sjá eft- ir því að hafa sagt þetta og í lok þáttarins skilst öllum að auðvitað á að meta húsmóðurstörfin að verð- leikum. Og kannski er þetta allt til þess að karlar meti konur sínar að verð- leikum: Konur eru ekki eins vitlaus- ar og þær líta út fyrir að vera. Þær hafa kannski minni völd en karlar og eiga innan við eitt prósent af auði jarðar en þær hafa nú samt ým- islegt að segja inni á heimilunum. Svo þið skuluð hlusta á þær og vera góðir við þær. Kannski er þetta líka til að sætta heimavinnandi konur við stöðu sína inná heimilunum. Þær fá að vera með ýmsar „spælingar" fram og til baka, fá að vita betur, en í raun breytir það engu um það hvar valdið liggur. Þær eru fjárhagslega háðar maka sínum og hann tekur enn allar stórar ákvarðanir. Þær geta þá ornað sér við spaugsyrði kyn- systra sinna í þáttunum og sagt: Iss! Konur eru nú miklu greindari en karlar! Huggunin Með þessari grein er ég að reyna að hugga karla sem eiga um sárt að binda eftir að hafa horft á fram- haldsþættina fjóra. Mig langar til- dæmis að benda Jreim á að allir eru þættirnir kenndir við karlana þó að þeir greini frá samskiptum hjóna og samskiptum fjölskyldna. Það rennir ennfremur stoðum undir að þeir séu enn „húsbóndar á sínu heimili" þó að þeir hegði sér eins og slefandi fávitar. Þeir hafa fjárráðin og þau eru undirstaða valds, eins og allir vita sem lifa í kapitalísku samfélagi. Allir kannast líka við það hversu afbrigðilega greind börn eru í sjón- varpsþáttum og bíómyndum. Börn- in hafa iðulega vit fyrir foreldrum sínum í mörgum málum. Hefð hefur skapast um sakamálamyndir og bækur þar sem þrautþjálfað starfs- Heimilisfaðirinn í King of Queens er fitubolla sem hugsar mest um mat og sjónvarp og á það til að hafa hugann við ídýfur og sósur þegar konan hans er að reyna að tala við hann um mikilvæg málefni. fólk lögreglunnar stendur ráðjarota frammi fyrir einhverjum glæp en smákrakkar með vit í kollinum leysa málið upp á eigin spýtur án þess að blása úr nös. Auðvitað vita allir að þetta er ekkert svona í raun- verunni. Krakkar hafa sárasjaldan betri ályktunarhæfni en fullorðnir, greind þeirra nýtist þeim ekki eins vel, þau eru einfaldlega ekki komin til nægilegs þroska til þess að fást við flóknar ráðgátur. Allir sem þekkja venjuleg börn vita þetta en öllum finnst sætt hvernig þau eru teiknuð upp í bíómyndum. Börnin fyllast stolti yfir að vera börn og fullorðnir orna sér við það og hlæja að því. Eins er þetta með „völd" kvennanna í bandarísku framhalds- þáttunum. Kjafthátturinn í konum er bara sætur eins og kjafthátturinn í ofurgáfuðum börnum í bíómynd- um. Hvað þá með skelfilega heimsku karlanna? Jú þetta snérist karnival miðalda um að miklu leyti. Suma daga var leyfilegt að valdhafarnir væru dregnir sundur og saman í háði og það var talið nauðsynlegt til þess að draumórar þegnanna um breytt ástand létu síður á sér kræla. Þegar þegnunum var talin trú um það í gamanleikjum að kóngurinn væri nautheimskur Jaá leið þeim einhvern veginn betur inní sér og hugsuðu: „Eg er gáfaðari en hann, þó að hann sé valdameiri". Ennþá er þetta gert. Valdhafar eru gjarnan teiknaðir upp sem heimskingjar sem kunna ekki fótum sínum forráð í daglega lífinu. Einn valdamesti maður heims, George Bush, er t.a.m. talinn mjög heimskur og í öll- um skemmtiþáttum er hann leikinn sem slefandi fáviti. Þegnar hans orna sér við að hlæja að honum en það breytir því ekki að Bush er enn valdamesti maður heims. Eins er það með Davíð Oddsson. Við getum hlegið að krullunum, spikinu og skapsveiflunum en valdið er áfram á sama stað. Klókir valdhafar vita líka að Jrað er góðs viti ef einhver hlær að þeim. Það er nefnilega ekki gert grín að undirmálsmönnum eins og fátæk- lingum, öryrkjum, útlendingum ...og konum. \ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.