Vera


Vera - 01.10.2002, Side 44

Vera - 01.10.2002, Side 44
vera mér finnst________ _____ Hera Hallbera Björnsdóttir, félagsfræðingur Jafnrétti til náms í 76. gr. stjórnarskrárinnar stendur: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi". Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta sé í raun svona, ef við t.d. skoðum þetta út frá grunnskólum landsins. Það er jú skólaskylda í landinu frá 6 ára aldri fram að 15 ára aldri. Öll börn á þessum aldri ganga vissulega í skóla hér á landi en stendur þeim það sama til boða alls staðar? Ef ég ætti að svara þessari spurningu myndi ég svara henni neitandi. Hvers vegna? Jú vegna þess að börn- um stendur ekki það sama til boða, a.m.k. að mínu mati. A mörgum minni stöðum úti á landi eiga skól- ar í erfiðleikum með að fá menntaða kennara til starfa. Það eitt að sumir hafa þar til menntað fólk en aðrir ekki hlýtur að valda ákveðnum mismun. Ég vil þó taka það fram að ég er ekki að setja út á svokall- aða leiðbeinendur, alls ekki. Hins vegar hlýtur svo að vera að þeir sem hafa sérmenntað sig í kennslu- fræðum eru hæfari til kennslu en þeir sem ekki hafa gert slíkt. Nú þegar búið er að færa grunnskóla landsins frá ríkinu yfir á sveitarfélögin gerir það væntanlega að verkum að sum sveitarfélög hafa bjargir til þess að laða til sín menntaða kennara, t.d. með því að bjóða ódýrt (ef ekki frítt) húsnæði, flutningsstyrk nú eða þá að yfirbjóða laun kennara. Á þá að skilja Jaað sem svo að það sé við hæfi þeirra sem búa á stöðum þar sem erfitt reynist að fá menntaða kennara að fá slak- ari menntun en aðrir? Hvað með framhaldsskðlana? Þeir eru ekki í hverju bæjarfélagi sem gerir það að verkum að stór hluti unglinga verður að flytja að heiman til að afla sér menntunar. Sumstaðar er boðið upp á heimavist en þar er ekki endalaust pláss. Hvort sem um heima- vistarpláss er að ræða eða ekki hlýtur að vera af því meiri kostnaður að þurfa að borga fæði og húsnæði fyrir þau börn sem ekki geta búið heima hjá sér með- an á framhaldsnámi stendur. Ekki hafa allir foreldrar efni á þvf að halda uppi tveimur heimilum, líkt og oft þarf að gera þegar unglingarnir hefja framhalds- skólanám. Ef unglingar eiga ekki kost á framhalds- námi (hvort sem það er vegna fjárhags foreldra eða einhvers annars) hlýtur það að vera ákveðin mis- munun. Eða á að skilja það sem svo að framhalds- skólanám sé einungis við hæfi þeirra sem hafa efni á því að senda börnin sín í framhaldsskóla? Margir vilja fara í háskólanám að loknum fram- haldsskóla (þ.e.a.s. af þeim sem eiga foreldra sem höfðu efni á því að senda börnin sín í framhalds- skóla). Gætir jafnréttis til náms þegar á háskólastig er komið? Aftur tel ég mig þurfa að svara neitandi. Vissulega standa háskólar landisins öllum opnir og skólagjöld enn ekki of há (þó það sé svolítið mis- munandi eftir hverjum háskóla fyrir sig). En há- skólanám (sem og annað nám) er jú fullt starf og því þurfa J^eir sem í það fara að geta einbeitt sér að því eingöngu. Til þess að það só mögulegt er Lánasjóður íslenskra námsmanna hið mesta jDarfaþing. En hvað - geta allir fengið námslán? Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki kannað slíkt ofan í kjölinn en hins vegar veit ég að til að fá námslán hjá LÍN þarf við- komandi að skila inn skuldabréfi sem ábyrgðarmað- ur hefur skrifað uppá. Þá hlýtur maður að spyrja sjálfa sig - búa allir svo vel að eiga einhvern að sem er tilbúinn til að skrifa upp á lán fyrir mann? Ég er ekki alveg viss - ef svo er ekki er það þá svo að há- skólanám sé ekki við hæfi þeirra sem ekki eiga slíka einstaklinga að? Þegar öllu er á botninn hvolft get ég, því miður, ekki sóð að öllum sé tryggður réttur til náms við hæfi. Ég skora á Kolbrúnu Ósk Hrafnsdóttur, MA nema 1 félagsfræði við HÍ, að skrifa næsta pistil. 44

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.