Vera


Vera - 01.10.2002, Síða 56

Vera - 01.10.2002, Síða 56
Matur lM ataruppskriftin að þessu sinni kemur frá Ingibjörgu Ástu Pétursdóttur eiganda Mensu - veisluþjónustu. Ingibjörg gengur út frá því að fólk kunni svolítið til matargerðar og segir að fyrir það fólk sé t.d. mjög gefandi að búa til pylsu í innbakaða réttinn. Ingibjörg opnaði veitingahúsið Mensu, sem var á horni Lækjargötu og Austurstrætis, í nóvem- ber 1981 og rak þaö í fjögur ár. Það var nýjung í veitingahúsah'fi borgarinnar og hafði sterkan franskan blæ. Ingibjörg vann síðan við ferðaþjónustu en ákvað árið 1995 að opna Mensu á ný sem veisluþjónustu. SI. þrjú ár hefur Hafþór Ólafsson kokkur og söngvari starfað hjá henni. „Eg bjó í Suður-Frakklandi í þrettán ár og lærði þar að elda,“ segir Ingibjörg. „Minn matar- stíll er því undir miklum frönskum áhrifum en ég hef gaman af eldamennsku frá öllum lönd- um. Mensa tekur að sér alhliða veisluþjónustu - við sjáum um afmælisveislur, árshátíðir, brúð- kaup og fermingarveislur, búum til mikið af fingrafæði (pinnamat) og förum í heimahús til að matreiða fyrir stærri og minni hópa. Við sjáum einnig um kökuhlaðborð, bökum brauð og bök- um einnig kökur og bökur fyrir vinnustaði og saumaklúbba." I veislumat Mensu er ekki hefbundið smurbrauð eða brauðtertur. „Við erum þekkt fyrir vandaða vinnu og góðan, óvenjulegan og skemmtilegan mat. Við veitum persónulega þjónustu og skreytum gjarnan hlaðborðin okkar með blómum og ávöxtum," segir Ingibjörg. AFMÆLISKRIN GLA 400 gr hveiti 150 gr smjör 1 msk sykur 2 stk egg 1/4 tsk kardimommur 1/4 tsk salt 1 dl mjólk 25 gr pressuger 1/2 dl volgt vatn egg til að pensla með hnetur (allar tegundir) perlusykur Geriö er leyst upp í volgu vatninu. Smjör og mjólk hitað ípotti (yl- volgt) og bætt út í gerblönduna. Hveiti, sykur, kardimommur og salt sett í hrærivélaskál og gervökvanum og eggjunum bætt út í. Hnoðað í höndum eða hrærivél og látið hefast í 30 mínútur. Fylling 200 gr bökunarmarsipan 50 gr sykur 100 gr smjör 100 gr suðusúkkulaði Marsipan, sykur og smjör hrært saman og smátt skornu súkkulað- inu bætt út í. Kringludeigið flatt út í Iengju með kökukefli, fylling- unni komið fyrir eftir miðju lengjunnar, skorið í deigið til hlið- anna og fléttað ofan á, lengjan látin mynda skeifu. Yfirborðið penslað með eggi og muldum Imetum (valhnetum, heslihnetum, möndlum og furuhnetum) stráð ofan á ásamt perlusykri. f ' KOLARÚLL UR 7 stk kolaflök 200 gr ferskt spínat 1 stk eggjahvíta 1/2 tsk jurtasalt 1/4 tsk hvítur pipar 1 stk hvítlauksgeiri 1 bolli hvítvín Ftoðflettið kolaflökin og skerið öll bein burt. Takið tvö ófríðustu flökin frá í hakk og skerið hin langsum (í tvennt eða fleiri hluta eftir stærð). Skolið spínatið og skerið stilk- ana af, sjóðið í léttu saltvatni íþrjár mínútur. Sigtið vatnið frá og kreistið vel. Hakkið spínat, fráteknu fiskflökin, eggjahvítu, krydd og hvítlauk í blandara. Smyrið maukinu á kolabitana og rúllið þeim upp. Raðið kolarúllunum á stóra pönnu, eða víðan pott, hellið hvítvíninu yfir og sjóðið í 3 - 4 mínútur undir loki. Saltið örlítið yfir rúllurnar áður en þær eru bornar fram. Búið til sósu úr hvítvínssoðinu eða berið fram krydd- jurtasósu ásamt hrísgrjónum eða risottó. Kryddjurtasósa 1 poki fersktar basil kryddjurtir 5 greinar af steinselju 2 stk sítrónur 1/2 tsk salt 2 dl ólífuolía Maukið kryddjurtir ásamt sítrónusafa, salti og olíu í blandara. Berið fram í sósuskál með lítilli skeið. Kryddjurtasósan ergóð með kolarúllunum og einnig á salat. 56

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.