Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 28
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
Um sérhljóðabreytingar á undan
samhljóðaklösum með l-i
1.0 Ýmislegt hefur verið ritað um breytingu stuttra íslenskra sérhljóða
á undan / + góm- eða varamæltu lok- eða önghljóði o: k, p, m, g og f.
En þessi breyting sýnist hafa átt sér stað um eða upp úr 1200. Menn
hafa helst hallast að því að / í þessari stöðu hafi verið rismælt og það
átt þátt í lengingu sérhljóðsins og jafnvel frekari kringingu þess ef svo
bar undir. Talið hefur verið að sérhljóðið, sem á undan fór, hafi drukkið
í sig sérhljóðskennt aðhvarf /-sins og lengst, og þar sem aðhvarf þetta
hafi verið með u-keim hafi eingöngu stutt uppmælt (eða fjarlæg) sér-
hljóð, d: u, o og a, getað tileinkað sér það. Hinsvegar hafi stutt fram-
mælt sérhljóð eins og i og e ekki megnað að draga þetta aðhvarf til sín
eða getað skilið það frá /-inu og því ekki lengst.1
A. Noreen2 leit einnig svo á að hér hefði rismælt / verið að verki
og þar sem sérhljóðalenging komi fram á undan öðrum samhljóðaklös-
um en / + p, k, m, f, g, t. d. í orðum eins og pln, álnir, háls og bólstr,
sé ástæðan sú að / í þessum orðum hafi verið rismælt í öndverðu og
haldist þannig eftir synkópu. Þetta mætti e. t. v. til sanns vegar færa að
því er tekur til pln, sbr. víxlmyndina alin, og er þó efa orpið. Öllu ólík-
legra er þetta að því er varðar orðið háls og það eins þótt gert væri ráð
fyrir gömlum es/os-stofni, sbr. ísl. so. hölsa, hulsa ‘gleypa’; tilfærslan
yfir í a-stofna, sbr. önnur germönsk mál, hlyti að vera svo gömul að
engar líkur væru á varðveislu rismælts /-s í þeirri stöðu. Líku máli gegnir
um orðið bólstr (bolstr, bulstr), varðveisla rismælts /-s þar er helst til
hæpin, hinsvegar kynni brottfallið h (bolstr <.'*bulhstra, sbr. búlga og
bólga) að eiga einhvern þátt í lengingunni. Noreen nefnir líka so. að
kólna í þessu sambandi og ætlar að hún sé tilorðin úr *kolna, sbr. fsæ.
kolna, kulna (s.m.) og kolin, kulin ‘kaldur’; kólna væri þá víxlmynd
(með lengdu o) við ísl. so. kulna. Þetta er heldur vafasamt. Sögnin
1 Sbr. Stefán Einarsson: Acta philologica scandinavica 3, bls. 265-66.
2 A. Noreen: Altislandische Grammatik, Halle (Saale) 1923, bls. 109-110.