Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 130
JAKOB BENEDIKTSSON
Ljóðaglósur séra Jóns Þórðarsonar
íslendingar hafa löngum iðkað þá íþrótt að binda alls konar fróðleik í
kveðskap, svo að hann festist betur í minni. Um það er gnótt dæma, allt
frá þulum Snorra-Eddu í markaskrár og stærðfræðileg formúluljóð. Eitt
sérstæðasta dæmi þessa er það uppátæki að setja latneskar glósur með
íslenskum þýðingum í rammrímaðan háttalykil. Þetta afrek vann sr.
Jón Þórðarson í Hvammi í Laxárdal (1616-89) í Ljóðaglósum sínum,
sem hann samdi 1679. Um tilgang sinn með þessu verki segir hann í
formála: „Eg gef þér til kynningar, ljúfi lesari, það eg hefi þessar glósur
mér til gamans, skemmtunar og dægrastyttingar, en þeim læra vilja til
nýnæmis, fróðleiks og frekari iðkunar, næminu til nákvæmari eftirtektar
og minninu til meiri stöðugleika og staðfestingar saman tínt og tekið . . .
viljandi með þessum litla labore þeim ungu ABCdariis þént og þóknast
hafa, þar með vonandi að þeir og aðrir í menntum margfróðari þessa
mína vankunnáttu vorkenna vilji en viðleitni vel virða muni.“
Enginn vafi er á því að sr. Jóni hefur orðið að ósk sinni að nokkru
marki, Ljóðaglósurnar hafa eflaust orðið ýmsurn byrjendum í latínu-
námi að gagni. Sr. Þorsteinn Pétursson á Staðarbakka getur þess í Bisk-
upaannál sínum (Lbs. 1062, 4to, bl. 25v) að Jón Þórðarson hafi m. a.
„kveðið undir ýmsum bragarháttum Ljóðaglósur Latino-Islandicas,
sem eg lærði í ungdæmi mínu“; og í Lærdómssögu sinni segir sr. Þor-
steinn um nám sitt í æsku hjá sr. Guðmundi Bjarnasyni á Stað í Hrúta-
firði: „lærði þar ... Dónatinn, Gramaticam Philippi, Præterita Bangii,
Syntaxin, Ljóðaglósumar, sem komu oft í þarfir“ (JS 30, 4to, bl. 389r-
v).1 Og í sjálfsævisögu sinni segir sr. Þorsteinn enn um son sinn
Ebeneser, sem dó á fyrsta skólaári sínu á Hólum 1757, að hann hafi
m. a. verið búinn að læra „glósur út af grammatica, ljóðaglósumar, pro-
sodiam, rhetoricam11.2 Heitið Ljóðaglósur, sem sr. Þorsteinn notar um-
búðalaust, er ekki frá höfundi þeirra runnið, en hefur sýnilega orðið
algengt hjá notendum; Jón Ólafsson frá Grunnavík notar það einnig í
1 Undanfarandi tilvitnanir hefur Jón Samsonarson látið mér í té.
2 Sjálfsœvisaga síra Þorsteins Péturssonar, 1947, bls. 230.