Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 39
Um sérhljóðabreytingar á undan samhljóðaklösum með 1 -i 35
lokhljóð í þessari stöðu um 16001 og fyrstu merki slíkrar hljóðbreyt-
ingar megi jafnvel finna á ofanverðri 14. öld. Að vísu virðast dæmi þess
að önghljóðaframburður á g og / á undan l-i hafi haldist miklu lengur
á einstaka afskekktum stöðum á landinu,2 en það skiptir ekki máli í
þessu sambandi. En því ræddi ég um önghljóð, að ég ætla að sérhljóða-
breytingin á undan g (og f) + l hafi í sumum tilvikum a. m. k. gerst
áður en g og / urðu lokhljóð í þessari stöðu.
Ef við berum þá hljóðbreytingu, sem hér hefur verið til umræðu,
saman við sérhljóðalenginguna á undan / + samhljóði er munurinn
helst þessi. Nefkveðin lokhljóð (m og n) koma hér ekki við sögu og
hljóðbreytingin (hljóðbreikkunin) tekur jafnt til frammæltra sem upp-
mæltra (eða fjarlægra) sérhljóða. Sameiginlegt er að e á undan þessum
samhljóðaklösum með l-i virðist ekki hafa sætt neinum breytingum,
hvorki lengst né orðið að tvíhljóði. Þá er og þess að geta að umfang
hljóðbreytinganna er ærið misjafnt. Sérhljóðalenging á undan / + sam-
hljóði var allvíðtæk og tók nokkuð reglulega til ákveðinna hljóðasam-
banda. Dæmin um sérhljóðabreytingu (hljóðbreikkun) á undan lok- eða
önghljóði + / eru hinsvegar tiltölulega fá og strjál — og eins þótt gera
megi ráð fyrir að nokkur fleiri bættust í hópinn við nánari athugun
orðaforðans og nákvæmari skoðun handrita, t. d. frá síðari öldum. Er
því líkast sem hér hafi verið á ferð tilhneiging í málinu, sem mætt hafi
viðnámi og orðið að hörfa, en skilið eftir sig nokkrar minjar í orð-
myndum, m. a. tvímyndum orða; en ýmis dæmi eru um þesskonar ferli
í íslensku máli. Þá má ekki gleyma því að skjalfest dæmi um þessa
hljóðbreytingu er öll tiltölulega ung, engin eldri en siðaskipti og í
sumum orðum, eins og t. d. máríátla og bjáklaður, hefur hún sannan-
lega gerst seint, e. t. v. fyrir einhverja áráttu í hljóðfari tungunnar eða
aðlögun að tiltekinni hljóðavíxlan sem þar hefur eitthvað gætt.
Erfitt er að skýra á hljóðfræðivísu þessa umræddu sérhljóðabreytingu
á undan samhljóði + /. Ég hef hér að framan látið að því liggja að í
vissum tilvikum a. m. k., t. d. í orðmyndum eins og góglu-, gófla og
skjóplast, kynni að vera um forna sérhljóðalengingu að ræða. Og ein-
faldast væri raunar að skýra breytingar annarra sérhljóða í þessari stöðu
á svipaðan hátt, o: hljóðin hefðu lengst, a j> á, i j> í, o j> ó, u ú og
1 Sjá Björn K. Þórólfsson: Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld (bls. xxvii
og xxxiii). Eftir því sem Stefán Karlsson hefur tjáð mér mun hljóðbreyting þessi
almennt um garð gengin jafnvel heldur fyrr en B.K.Þ. telur.
2 Björn Guðfinnsson: Múllýzkur I, bls. Í23 og 150 og II, bls. 155-158.