Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 85
Hugljómun um kölska 81
Belsibúb, fjandann sjálfan. Það sýnir hvað Þórði hefur þótt einkenn-
andi í fari hans.
Undir orðinu kaldur hefur Jón Ólafsson eftirfarandi fróðleik fram að
færa: „Kóllski, m. dæmon, in vulgari loqvela vocula usitata, videtur
contracta ab adjectivo kóllsigr, qvasi subsannator, irrisor, vel etiam
calumniator, sic ut Rægikall......“ Síðan vitnar hann í kveðskap sem
fór á milli Sigurðar Gíslasonar (væntanlega Dalaskálds, d. 1688) og
Vigfúsar Jónssonar (væntanlega Leirulækjar-Fúsa, d. 1728, nær átt-
ræðu). Vísa Sigurðar er á þessa leið:
„Kóllski gamall karl er nw,
kannske hann verdi siwkr,
vil eg til hans vistist þw
og verdir hiaa hónum mwkr.“
En Vigfús svaraði:
„Eg hefi hlotid ædri vist
upp hiaa Gvudi siaalfum;
taladi eg lijka til vid Christ,
ad taki hann þig ad haalfu.
Svo formerkti eg at Soolar gramr
sijdur vill þad gióra,
honum þykir þw haavadasamr
og helldur spottskur vera.“
Athyglisvert er að spottsemin er hér látin varna Sigurði himnavistar
í sömu andrá og nafn kölska er nefnt. Sigurður Dalaskáld var Dala-
maður að uppruna, svo að nafnið kölski hefur verið þekkt utan Norður-
lands um hans daga.
Að lokum skal hér nefnt eitt dæmi sem kann að eiga sér gamlar
rætur þó að heimildin sé ung: „Hægt er ad komast í kplska gard, en
óhægt út ad komast.“27 Þessi málsháttur minnir mjög á hin fleygu orð
Arinbjarnar hersis: „er konungsgarðr rúmr inngangs, en þrqngr brott-
farar.“28 Skemmtilegt væri að hugsa sér að Snorri hefði þekkt málshátt
áþekkan þeim, sem Scheving hefur, og snúið honum upp á konung.
Forvitnilegt væri að athuga hvort hliðstæður málsháttur væri finnan-
27 Hallgrímur Scheving: Islendskir málshœttir [I], Viðey 1843, bls. 30.
28 Egils saga, 68. kap., íslenzk fornrít II, Rvík 1933, bls. 214.
Afmæliskveðja 6