Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 306
294
Svavcir Sigmundsson
tölur í 149 II, en orðutölur í 3268 og Lestrarkveri, 65; hinsvegar niður-
raðandi fyrirnöfn í 418. Konráð er með raðtölur í orðabókinni, en
Halldór Kr. raðartölur (Rétt,13).
persónufornöfn (pronomina personalia, da. personlige stedord)
Guttormur kallar þau persónufyrirnöfn (67), en Rask persónuleg fyrir-
nöfn í 3268 og 418. Halldór Kr. nefnir þau persónuleg fornöfn (Rétt,
14), en nafni hans Briem er með persónufornöfn í mállýsingu sinni (22).
afturbeygt fornafn (pronomen reflexivum, da. tilbagevisende
stedord)
JÓ hefur afturhvarfsfororð fyrir pronomina reciproca (66v). Guttormur
talar um sjálfvísunarfyrirnafn (68), en Rask hefur afturvísandi fyrirnafn
í 3268 og 418. Konráð hefur afturbeygjanlegur sem þýðingu á reflexiv í
orðabók sinni, og Halldór Kr. talar um afturbeygjanlegt fornafn í Rétt,
15. Valtýr notar afturbeygilegt fornafn (WimmMálm,91). í seðlasöfn-
um Orðabókar Háskólans er eitt dæmi um afturbeygt fornafn, og er það
úr Málmyndunarfræði Jóns Gunnarssonar frá 1973.
eignarfornöfn (pronomina possessiva, da. ejestedord eða ejen-
domsstedord)
JÓ hefur eignarfororð um þetta (66v). Guttormur kallar þau eigindóms-
fyrirnöfn (68). Rask hefur eignandi fyrirnöfn í 149 II og 418, en eignar-
leg fyrirnöfn í 3268. Konráð kemur með eignarfornöfn í orðabók sinni,
og Halldór Kr. hefur það heiti í Rétt,16.
ábendingarfornöfn (pronomina demonstrativa, da. bestem-
mende eða pápegende stedord)
JÓ nefnir þau ávísunarfororð (66v). Guttormur vill kalla þau tilvísunar-
fyrirnöfn (67), en Rask ávísandi fyrirnöfn í 3268, og ákvarðandi fyrir-
nöfn í 418. Konráð leggur til bendingarfornöfn í orðabókinni, og sama
orð notar Halldór Kr. í Rétt,17. Hinsvegar hefur hann ábendingarfor-
nöfn í Málm,43. Valtýr kallar þau vísifornöfn í Wimm.Málm,92.
spurnarfornöfn (pronomina interrogativa, da. spprgende sted-
ord)
JÓ kallar þau spurningafororð (66v). Guttormur nefnir þau spurningar-
fyrirnöfn (68), en Rask hefur „spyrjandi (spurnarlegl)“ fyrirnöfn í
3268 og spyrjandi fyrirnöfn í 418. Konráð þýðir interrogativ með
spurningar- í orðabókinni, og Halldór Kr. hefur spurningarfornöfn í
Rétt,18. Valtýr er með spurnarfornöfn í WimmMálm,46. Halldór Briem
notar spyrjandi fornöfn í Máll,25.