Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 31
Um sérhljóðabreytingcir á undan samhljóðaklösum með 1 -i 27
og Hólknarheiði (milli Hvolsdals í Saurbæ og Bitrufjarðar),1 sbr. einnig
lo. hólknóttur ‘ósléttur’ og orðmyndir eins og hóln- eða hólmjreri ‘hol-
freri’, þar sem hólkn hefur vísast verið í forlið. Þessar orðmyndir og
fleiri benda til þess að lenging stuttra sérhljóða á undan l + samhljóði
hafi gerst áður en p og <þ féllu að mestu saman og urðu að einhverskonar
millihljóði, ö, og áður en klofningshljóðið io, ig varð iö, jö.
l. 1 Ef litið er til nýmálsins virðist munstrið í heild svipað. Lenging helst
eða kemur upp á undan svipuðum samhljóðaklösum og áður. Um töku-
orð er þetta þó á ýmsan veg. Gömul to. eins og t. d. skálkur og pálmi
hafa jafnan langt (breitt) stofnsérhljóð, af öðrum, eins og t. d. skolpur
‘hvolfjárn’ og dolkur ‘rýtingur’, eru tvímyndir með o og ó, enn önnur,
eins og t. d. kalk og polki sýna engin merki um lengingu eða tvíhljóðun.
Þá gætir og nokkuð svæðisbundinna undantekninga á lengingu í arf-
teknum, innlendum orðum. T. d. helst o í orðinu skolp víða sunnan-
lands þótt það hafi lengst (og síðan tvíhljóðast) víðast annarsstaðar.
Framburðarmyndin [jalgvr] af jálkur þekkist af Vesturlandi (sbr. BMÓ
og OH), og af svipuðum slóðum eru heimildir um so. kjalka [chalga]
‘rölta’. í málsháttas. GJ. og í BH kemur fyrir orðmyndin skolpinn
‘skorpinn’ sem líklega á skylt við so. skúlpa ‘bólgna’ og skelpur fpl.
‘viprur, grettur’. Tvímyndir með o eða ó eru af so. kolkna ‘frjósa í hel,
. ..’ og kolk n. ‘vesöld af volki eða kulda’. So. kalka ‘baksa við, . . .’
sýnist hinsvegar ekki hafa sætt lengingu né heldur so. svalka ‘svamla,
eiga í vosi’, þó kemur fyrir svolk n. ‘volk, vos’ sem virðist leitt af týndri
tvímynd sagnarinnar *svolka <C *sválka. Sumar þessar undantekningar
frá lengingu kunna að stafa af hugmyndalegum eða orðmyndalegum
tengslum við önnur orð. Það á vísast við um svalka, sbr. lo. svalur, og
að sjálfsögðu einnig við stuttnefni eins og Salka, Valka og Kolka af
Salgerður, Valgerður og Kolbeinsdalsá. í öðrum tilvikum virðist engu
slíku til að dreifa.2
Þá eru úr máli síðari tíma nokkur dæmi um staðbundna lengingu á
frammæltum sérhljóðum og jafnvel á undan l + tannhljóði. Þar má
m. a. nefna framburðarmyndina hvílt [khvilt] fyrir hvilft (sbr. BMÓ og
1 Páll Vídalín getur þessa nafns í Skýringum á fornyrðum lögbókar .. ., og á
korti danska herforingjaráðsins er heiðin nefnd Hólknaheiði og getið um Hólkonu-
hnúk á svipuðum slóðum.
2 Ég hef sleppt að fjalla hér um orðið golfa f. ‘grápadda’, sem tilfært er í Orða-
bók S.Bl. og tekið upp úr Þ.Th.Lýs.ísl. sept hefur það frá Sveini Pálssyni, en vera
má að það varðveiti upphaflegt stutt stofnsérhljóð orðsins gólf.