Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 310
298
Svavar Sigmundsson
Rask talar hér um sagnarlega viðursögn í 3268, en viðursagnarhátt í
418. Konráð hefur hluttekningarnafn í orðabók sinni, en Halldór Kr.
sagnarbót í Rétt,24. Halldór Briem hefur myndina sagnbót í Máll,38.
germynd (activum, da. aktiv (form) eða handleform)
JÓ kallar verbum activum gjörandi tímaorð (66v). Guttormur hefur
gjörningsform (76), en Rask fremjandi eða verkandi (3268). Scheving
kallar slíka sögn gjörsögn í 279. Sama gerir Halldór Kr. í Málm,50.
Valtýr segir hinsvegar: „Mynd sagna í íslenzku er eiginlega ekki nema
ein: gjörmyndlí (WimmMálm,54). Halldór Kr. talar um áhrifssögn og
áhrifsmynd sagnar í Rétt,21, og nafni hans Briem notar áhrifsmynd í
Máll,31.
þolmynd (passivum, da. passiv (form) eða lideform)
JÓ kallar verbum passivum líðandi timaorð (66v). Guttormur kallar
myndina líðingarform (77), en Rask „líðandi (í líðandanum?)“ í 3268.
Scheving kallar sögnina þolsögn í 279. Konráð þýðir passiv með þolandi
í orðabókinni, en í Fjölni VI (1843) er talað um þolmyndaðar sagnir
(66). Halldór Kr. kallar verbum passivum þolsögn og forma passiva
þolmynd sagnar í Rétt,21 (sbr. líka Málm,50 og 53). Valtýr notar líka
þolmynd í WimmMálm,54 og sama gerir Halldór Briem í Máll,31.
miðmynd (reflexivum, da. medium)
Valtýr nefnir miðmynd sigmynd (WimmMálm,54), og er það nýgjörv-
ingur hans (sbr. Suðra 1885,135). Halldór Briem notar miðmynd í Máll,
31.
beyging (sagna) (conjugatio, da. bpjning)
í fornu máli var þetta kallað samokan. JÓ talar hér um tímaorðshneig-
ingu (67r). Guttormur kallar það beygingu (85), en Rask sagnahneig-
ing í 3268 og 418. Konráð hefur hneigingu (sagna) í orðabókinni, og
sama er hjá Halldóri Kr. (Rétt,24). Halldór Briem kallar þetta beygingu
(Máll,28). Þá er líka talað um að hneigja sagnir hjá Rask í 3268,
Konráð í orðabók og hjá Halldóri Kr. (Rétt,24).
Það sem hér hefur verið dregið fram um íslensk málfræðiheiti sýnir
áhuga manna á að gefa erlendum fræðihugtökum íslensk heiti, bæði á
miðöldum og á 18. og 19. öld. En það er ekki fyrr en með málhreins-
unarmönnum 19. aldar og kennslustarfi þeirra sem þessi heiti festast í
sessi.
Sr. Þorvaldur Böðvarsson (1758-1836) segir frá því í æviágripi sínu
í 3. árg. Fjölnis (1837), að hann „varð á 9. árinu sæmilega liðugur að