Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 98
94 Eyvindur Eiríksson
no. verður no., so. verður so. o. s. frv. (sbr. RQke-Dravina 1969:53).
Þetta á greinilega við hér. Tvær undantekningar má þó nefna. Það eru
kokkála, sem virðist búin til eftir enska nafnorðinu, jafnvel því íslenska,
og par, sem virðist helst dregið af enska sagnorðinu pare{n).
3.5.2.1. Eins og áður segir, er málfræðilegt kyn hverfandi eða horfið úr
ensku, þegar miðenska tekur að hafa áhrif á íslensku. íslenska hefur
hins vegar öll þrjú varðveitt og er því ekki úr vegi að taka eftir hvaða
kyn tökuorðin fá, enda er ekki síst fróðlegt að athuga aðlögun tökuorða
þar sem margir beygingaflokkar virðast standa þeim opnir (sbr. t. d.
Weinreich 1953:45).
Og hvað skyldi þá stjórna kynmörkun tökuorðsins? Þar virðist helst
vera um að ræða, að orð um lifandi verur taki kyn náttúrulegs kyns,
áhrif frá kyni innlends samheitis eða skylds orðs, myndfónanlega (mor-
fófónemíska) gerð tökuorðsins og einkum bakstæð hljóð, eða þá mis-
mikla frjósemi kynja í tökumálinu. Oft er erfitt að skýra kynvalið. (Sbr.
t. d. Ruke-Dravina 1969:55-56 og Weinreich 1953:45). Rétt er að at-
huga þetta nokkru nánar.
3.5.2.2. Um k.-orðin er þetta helst að segja:
Barón, bastarður, burgeis, kokkáll, lávarður, ribbaldi, skvíari og
stívarður tákna karlkyns persónur, a. m. k. á þessum tíma, og á mál-
fræðilega kynið hér rætur að rekja til náttúrulegs kyns.
Fóli er og notað um karlmenn og er því hér einnig um áhrif náttúru-
legs kyns að ræða.
Daggarður dregur e. t. v. kyn af eldra orði á sama merkingarsviði,
þ. e. hnífur (knífr), en einnig má benda á eldra -arðr í mannanöfnum:
Geirarðr, Ríkarðr, t. d. Á sama merkingarsviði og doggur eru t. d.
hundur og hákarl, en einnig standa slík orð, þ. e. heiti dýrategunda, nær
karlkyninu, sem virðist þá ómerkt kyn gagnvart kvenkyninu.
Nokkur rök hníga að því, að enska orðið mustard hefði fremur átt
að verða *mustarð h. en mustarður k. Hljóðafar hefði átt að leyfa h-
myndina og einnig bendir merkingin, þ. e. ‘efni’, frekar til h. en k. Að
vísu eru slík tvíkvæð, ósamsett orð með r + tannhljóði í bakstöðu al-
mennt ekki h. í íslensku, frekar k., sbr. t. d. bastarður og daggarður, og
er líklegt, að hljóðafarið og endingin -arðr, sbr. hér á undan, ráði ferð-
inni.
Ekki er heldur vel ljóst hvers vegna trafali er k. Enska sérhljóðsend-