Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 147
Um nafnhátt
141
Miðað við þau dæmi, sem stuðst var við, og enn fremur með tilliti til
svara þeirra, er spurðir voru álits á þessum og sambærilegum dæmum,
virðist ljóst, að notkun nafnháttarmerkis í dæmum (30)-(31) er an-
kannaleg, flestir töldu betra að sleppa nafnháttarmerkinu á undan síðari
nafnhætti í þeim dæmum. Hins vegar ríkir mikil óvissa um notkun
nafnháttarmerkis í dæmum (32)-(33) og öðrum sambærilegum dæmum.
Með öðrum orðum má því telja dæmi (32)-(33) betri en dæmi (30)-
31). Hér þarf því nánari skýringar við.
Að framan var sýnt, að nauðsynlegt væri að endurtaka nafnháttar-
merki á undan síðari nafnhætti, ef hann væri aukinn með atviksorði
(oft neitun), sbr. dæmi (29) og (25)b-(26)b. í dæmum (32)-(33) var um
að ræða samtenginguna hvorki né, og ef að er gáð, kemur í ljós, að mjög
er algengt að auka hana með fylgiorði (atviksorði), en samkvæmt
framansögðu er þá skyldubundið að endurtaka nafnháttarmerkið á
undan síðari nafnhætti:
(32)b Ég ætla hvorki að hvíla mig né heldur að lesa
(27)b Hann ætlar ekki að útskýra regluna, heldur einungis að telja
upp dæmi
í dæmum (32)b og (27)b er skyldubundið að endurtaka nafnháttar-
merkið á undan síðari nafnhætti, þar sem hann hefur verið aukinn með
atviksorði, sem ekki á við fyrra nafnháttinn. Slík útvíkkun er einkum
algeng með samtengingunum hvorki né og né, en einnig með heldur og
allalgeng með og, en, eða, ellegar. Ef dæmum (30)-(31) er breytt á
þennan hátt, verður skyldubundið að endurtaka nafnháttarmerkið:
(30) b .. . hægt væri að minnka vinnu sína og einnig að haga .. .
(31) b Ef einhver gerir á hlut þinn, áttu ekki að hefna þín, heldur
einungis að fyrirgefa.
Þar sem dæmi (30)b-(32)b og (27)b eru aðeins frábrugðin dæmum
(30)-(32) og (27) að því leyti, að þau hafa verið aukin á þennan hátt,
en í þeim er þó skyldubundið að endurtaka nafnháttarmerki, en hinum
ekki, er ekki að undra, þótt notkun nafnháttarmerkis verði nokkuð á
reiki í slíkum dæmum. Ástæðan er sú, að á eftir einliða samtengingum
er nafnháttarmerki ekki endurtekið. Sé hins vegar síðari nafnháttur
aukinn með atviksorði, sem stendur næst á eftir samtengingu, er nauð-
synlegt að endurtaka nafnháttarmerkið. Óvissa kemur fram í því, að
þeirrar tilhneigingar gætir að fara með fleirliða samtengingar (hvorki