Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Side 150
144
Jón Friðjónsson
3.0 Nafnháttur í samanburðarliðum. í kafla þrjú verður fjallað um
samanburðarliði, sem hafa að geyma nafnhátt, þ. e. setningarbrot, sem
tengd eru aðalsetningu með samanburðartengingu. Fjallað verður um
annað en-liði, samanburðarliði á eftir miðstigi ao./lo., og-liði og sem-
liði, en í öllum þessum tilvikum er nokkur óvissa um notkun nafnháttar-
merkis.
3.1 Með annað en-liðum er átt við orðskipanir, þar sem hvorugkyns-
mynd óákveðna fornafnsins annar er skotið inn í viðeigandi falli á
undan nafnhætti að viðbættri samanburðartengingunni en, og um leið
er nafnháttarmerki oftast fellt brott, en þó ekki alltaf. Með tilliti til þess
hve algengt þetta orðasamband er, verða tilgreind allmörg dæmi, sem
flest hver hafa að geyma annað en-liði með neikvæðum setningum.
Áður en að einstökum dæmum verður komið, skal notkun mismunandi
falla í annað en-lið sýnd:
(41) a Ég býst ekki við að fara á morgun
b Ég býst ekki við öðru en (að) fara á morgun
(42) a Ég þori ekki að fara
b Ég þori ekki annað en (að) fara
(43) a Ég hlakka ekki til að fara
b Ég hlakka ekki til annars en (að) fara
í dæmum (41)-(43) er nafnháttarmerki í samanburðarliðnum haft
innan sviga, og er það í samræmi við það, að sagt var, að í slíkum
dæmum væri það oftast fellt brott. Sú staðhæfing er þó ekki alls kostar
rétt, því að miðað við þau dæmi, er stuðst var við — alls 36 dæmi
þessarar tegundar — er þessu þveröfugt farið. í 25 dæmanna var nafn-
háttarmerki ekki sleppt, en í 11 þeirra var því sleppt. Þessar tölur gefa
þó enga vísbendingu um innbyrðis tíðni slíkra dæma. Söfnun dæmanna
var handahófskennd, þ. e. ekki var leitað sérstaklega að slíkum dæmum,
og söfnunin fór fram á löngum tíma, og því má búast við, að „óreglu-
leg“ dæmi (þ. e. með nafnháttarmerki) hafi frekar vakið athygli en hin
og því frekar tekin með. Því verður haldið fast við þá staðhæfingu, að
nafnháttarmerki sé oftast sleppt í slíkum orðskipunum. Að þessu atriði
verður vikið nánar síðar, en nú skal litið á nokkur dæmi, þar sem nafn-
háttarmerki er sleppt.
(44) . . . ok skalt þú eigi þora annat en fara (Njála)
(45) ... og hafa ekki annað gert síðan en hundelta hann (Haustskip)