Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 37
Um sérhljóðabreytingar á undan samhljóðaklösum með l-i 33
Það virðist því auðsætt, að á tímum viðkomandi handrita Skíðarímu
hafi breiðir stofnsérhljóðar tíðkast í viðkomandi orðum, og vel má sá
ritháttur vera kominn frá eldri handritum sem nú eru týnd. En hvað er
þá um ætterni viðkomandi orða, getur það gefið nokkra bendingu um
upphaflegt stofnsérhljóð þeirra? Uppruni þessara orða er því miður ekki
öruggur, en líklegast þykir mér að so. kákla (kakla) svari til nno. kakla
‘berja, banka’ og sæ. máll. kakkál ‘klastra, gera óvandlega’, sbr. og nno.
kakka ‘slá, hamra’ og e. t. v. ísl. kaksa ‘abbast upp á, ónáða’. Kóklast
(koklast) gæti verið í ætt við nno. kokla, kukla ‘klastra, káka’. Ef þessi
ættfærsla væri nærri lagi renndi hún stoðum undir upphaflegt stutt
(grannt) sérhljóð í stofni þessara orða.
Ég kem þá að orðmyndunum skjáplast og skjóplast. í fomu máli
koma fyrir sagnmyndirnar skjaplast og skjgplast (sbr. nísl. skjöplast) og
lo. skjgpuleygr. Enginn vafi er því um upphaflegt stofnsérhljóð þessara
orðmynda, skjaplast og skjgplast era vísast úr *skepalön, *skepulön}
Allar líkur benda til að skjáplast hafi æxlast af skjaplast. Orðmyndin
skjóplast kemur fyrir í orðabók Bjöms Halldórssonar — og er tilfærð
þar í réttri stafrofsröð. Sagnmyndin skjöplast er þar hinsvegar ekki.
Tæpast er þó ástæða til að ætla að hér sé um einhvern ragling eða mis-
ritun að ræða, enda virðist Sighvatur Borgfirðingur, sem líka var Vest-
lendingur, einnig nota þessa orðmynd. Sennilegt virðist að sagnmyndin
skjóplast sé til orðin úr skjgplast og þá e. t. v. áður en j? varð jö eða
fékk þann framburð sem það hefur nú.
Um so. gógla ‘japla á, . . .’, gógl n. ‘óskýrt tal’ og lo. goglara- og
góglaralegur, goglu-, góglu- og göglumæltur eru engin gömul dæmi.
Heimild er um goglaralegur frá miðri 19. öld og um göglumœltur frá því
1880-90 (BMÓ). Samt þykir mér líklegt að hér sé á ferð gamalt orð og
orðmyndirnar með ö og o elstar, so.-in og lo.-in nafnleidd; göglu-,
goglu- væri þá úr *gagulön, *gagalön\ og tengsl, bæði orðmynda- og
merkingarleg, við fe. géagl ‘kinngúll, kok’ og mlþ. gögel, gégel ‘gómur,
1 Annars virðast fleiri víxlmyndir tengdar þessari orðsift, sbr. nísl. skeiplast
‘reika til, skjátlast’. í Idjotismus Vestfiordensium er tilfært lo. skibileygður ‘hvim-
eygur’. Og í utanmálsviðbótum og athugasemdum í eintaki Brynjólfs Oddssonar af
orðabók BH er getið um lo. skepileygður og so. skeplast ‘reika, skjöplast’. í fær.
kemur fyrir so. skepla ‘færa úr lagi’, sbr. nno. skiplast, skeplast ‘raskast, ruglast’ og
sæ. máll. skipla ‘missa af’. Virðist helst sem hér sé um tvær hliðstæðar germ. rætur
að ræða, *skep- og skip-, en ekki skal það rekið frekar hér.
Afmæliskveðja 3