Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 104
100
Guðrún Kvaran
vísa). Einnig væri nafnið skylt norska árheitinu Vidgjengselven (-»
Brondalselven) og Vidflaa, sem er nafn á stöðuvatni í Sli héraði (O.
Rygh 1904:296, G. Indrebö 1933:216).
Gamlar heimildir um Vidá (Guðrún Kvaran 1979:199) skera ekki úr
um, hvort gera eigi ráð fyrir upprunalegu i eða i. Ef við berum nafnið
saman við Widapa (á við Selm í Ludinghausen), sem Dittmaier telur
með réttu til fsax. wido- ‘skógur, tré, viður’ (1955 § 41:23), vaknar sú
spuming, hvort ekki sé réttara að gera ráð fyrir fn. viðr í sömu merk-
ingu í Vidá. Þá væri athyglisvert að bera árheitið saman við lit. nöfnin
Vidupis og Vidáuja, sem dregin em af lit. vidus. Vidus í lit. og viðr í
norrænu eiga bæði rætur að rekja til ie. rótarinnar *uidhu- ‘tré’, en
merkingin er ólík í baltneskum og germönskum málum. Vidús merkir
‘miðja’, en ie. *medhio- merkir í germönskum málum ‘miðja’ í baltnesk-
um (medzias) ‘tré’. Germönsku og baltnesku árheitin hafa orðið til
óháð hvert öðm, og hvorki Vidá né Widapa eru forgermönsk nöfn.
Hér hefur verið reynt að færa rök að því, að forliður nafnanna
Oteppe, Gellep, Marpe og Widapa komi einnig fyrir í árheitum á Jót-
landi og séu reyndar útbreidd mun víðar. Samanburður nafna innan og
utan svæðisins bendir fremur til þess, að um eitt málsvæði sé að ræða
frá vestanverðu Hollandi til norðurhluta Jótlandsskaga.
Hans Krahe (1964:94-95) lítur svo á, að viðskeytið -apa sé tökuorð
í germönsku, sem um skeið hafi komizt í tízku á takmörkuðu svæði.
Fyrir því séu þau rök, að samsett nöfn með -apa séu flest af germönsk-
um rótum og að sum nöfn séu varðveitt í gömlum heimildum bæði með
viðskeytinu -apa og -aha (<C germ. *áhwð, fsax., fhþ. ahe, fn. p, gotn.
ahwa). Hann nefnir ána Jossa (-» Fuldu) sem dæmi, en hennar er getið
í heimildum bæði sem Jassajfa og Jajaha, en -aha er annar algengasti
samsetningarliður árnafna í germönsku. Af báðum framantöldum
ástæðum virðist mér hæpið, að viðskeytið -apa geti stutt kenningu
Kuhns.
HEIMILDASKRÁ
Dittmaier.Heinrich. 1955.Das apa-Problem. Untersuchung eines westeuropaischen
Flussnamentypus. Louvain.
Ekwall, Ernst. 1928. English River-Names. Oxford.
Feilberg, H. F. 1886-1914. Bidrag til en Ordbog over Jyske Almuesm&l. I-IV.
K0benhavn.
Geiger, Theodora. 1965. Die altesten Gewassernamen-Schichten im Gebiet des
Hoch- und Oberrheins. Beitrage zur Namenforschung 16: 113-136, 233-261.