Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 307
295
íslensk málfrœðiheiti á 19. öld
tilvísunarfornöfn (pronomina relativa, da. henfprende eða hen-
visende stedord)
JÓ hefur tillitsfororð fyrir þessi orð (66v). Guttormur kallar þau heim-
fœrslufyrirnöfn (68), en Rask heimfœrandi fyrirnöfn í 3268 og ávísandi
fyrirnöfn í 418. Konráð og Halldór Kr. hafa tilvísunarfornöfn í orða-
bókinni og Rétt,19.
áhrifssagnir (verba transitiva, da. transitive verber (virkende))
Guttormur talar um formskiptis tíðarorð (76), en Rask um áverkandi
í 3268. Konráð hefur áhrifssagnir í orðabókinni, og sama er hjá Hall-
dóri Kr. í Rétt,20.
áhrifslausar sagnir (verba intransitiva, da. intransitive verber
(uindvirkende))
Guttormur kallar þær formskiptislaus tíðarorð (76), en Rask óáverkandi
í 3268. Konráð kallar þær hvorkinlegar í orðabókinni, og Halldór Kr.
gerir það einnig í Rétt,20. Valtýr notar fyrstur áhrifslaus um intransi-
tivus í WimmMálm,91.
persóna (persona, da. person)
í fomu máli var þetta orð notað, en einnig grein og skilning. Þær heim-
ildir sem hér hafa verið kannaðar hafa ekki annað heiti en persóna, sjá
þó Viðauka, bls. 300.
tíð (tempus, da. tid)
í fornu máli var bæði talað um tíð og tíma. JÓ talar um tíma (67r), en
Guttormur (77), Rask í 3268 og Konráð í orðabókinni hafa allir tíð,
sömuleiðis Halldór Kr. í Rétt,22.
nútíð (praesens, da. nutid)
í fornu máli var sagt nálægr tími. JÓ hefur yfirstandandi tími (67r).
Guttormur kallar það nátíð (80), en hjá Rask er það sú nœrverandi tíð
í 149 I, en nútíð í 3268. Scheving hefur núlíðandi tið eða nútíð í 279.
Sveinbjörn notar heitið sú nærverandi tíð í ræðu 1819 (Skólaræður,16).
Konráð hefur núlega tið eða núlegan tíma í orðabók sinni, en Halldór
Kr. velur fyrri kostinn, núlega tíð, í Rétt,22.
þátíð (imperfectum eða praeteritum, da. datid)
JÓ kallar þetta umliðinn tíma (67r). Guttormur vill hafa fortíð (80), en
hjá Rask er sú umliðna tið í 149 I og fortíð (imperfectum) í 3268.
Scheving er með þálíðandi tíð og þátíð í 279. Hann ræðir annars heitin
nútíð og þátíð í bréfi til Konráðs 1843 (Árbók Landsbókasafns 1969,
179). Konráð þýðir datid og imperfektum með þáleg tið og þálegur tími