Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 38
34 Ásgeir Bl. Magnússon
tannhold’ lægju nærri. Fe. og mlþ. orðin virðast raunar hafa langt á
(<Cé) í stofni, en íslensku orðin stutt, þannig að ekki er um beina sam-
svörun, heldur skyldleika og orðmyndalega líkingu að ræða. íslensku
orðin eiga og efalítið skylt við so. að gaga og gagra, gcegjast og gógr,
fornt lastyrði um mann, og e. t. v. er nno. gagleleg ‘laus í sér, valtur’ af
þessum sama toga.
Fleiri orð koma hér til greina. T. d. mætti hugsa sér að gófla f.
‘munnbiti, tugga, beislismél, .. .’ (d. 18. ö.) og gófla v. ‘japla á, gleypa
í sig’ hefðu sætt svipuðum breytingum og gógla. Gófla væri þá < *ggfla
<j*gabulðn, *gabalön og svaraði til fe. geaflas ‘kjálkar, kinngúll’, sbr.
og sæ. pá gavel ‘hálf opinn’, sæ. máll. gávlas ‘glenna í sundur fætur’ og
gaffla ‘þrátta, þenja sig’, sbr. einnig ísl. gabba, gefja og upp á gaul, ‘gal-
opinn’. Það mælir helst gegn þessu að engar víxlmyndir af orðinu með
o eða ö í stofni eru kunnar og því gætu menn freistast til að telja ó-ið
í stofninum upphaflegt. Gófla væri þá <*göbalön, í hljsk. við fe. geaflas,
sæ. pá gavel, ísl. gabba og gefja, en þar er á sá annmarki að um hljóð-
skiptamynd *göb- (með önghljóði) af þessari orðsift eru ekki heimildir,
enda þótt *göp- (með lokhlj., hljsk. við gapa) komi fyrir, sbr. nísl. gópa,
g. í sig ‘háma í sig’, g. yfir ‘nöldra gegn,. ..’ (talms.OH) og mhþ. guofen,
giiefen ‘æpa, fagna hástöfum’ og e. t. v. líka fe. göp ‘þræll, þjónn’
(vísast lastyrði). Orðmyndinni gópla f. = gófla bregður líka fyrir í
ísl. nýmáli, en hún er tæpast upphafleg. Ég hef drepið hér á þann mögu-
leika að gófla væri <*göbalön, en mér þykir samt orðmyndaleg og
merkingarleg líking við fe. geaflas öllu mikilvægari í þessu sambandi.
Víxlmyndir eins og yg(g)la og ýgla (d. 19. ö.) gætu og heyrt hér til.
En bæði er að víxlmyndin með ý er ung og ý-ið gæti verið komið úr
þt.-myndinni ygldi [iyldi] eða jafnvel til orðið fyrir hugtengsl við lo.
ýgur og frekari umræðu því sleppt hér. Einnig sleppi ég umræðu um
tvímyndir eins og mygla : mýgla f. og skrifli: skrífli, sem vikið er að
hjá Stef. Ein. og í Mállýzkum B.G.
1.4 Ég hef nú gert nokkra grein fyrir orðmyndum þar sem grannur sér-
hljóði virðist hafa breyst í breiðan á undan lok- eða önghljóði + l.
Þetta með önghljóðin er kannski dálítið vafasöm fullyrðing; dæmin um
víxlan granns og breiðs sérhljóða á undan 81 og sl eru einangruð og
nokkrum efa orpin, svo sem áður er að vikið. Og ég átti raunar ekki við
þau, heldur hljóðasambönd eins og gl og fl í orðum eins og vigla, hógla,
gógla og gófla o. fl. Nú er hinsvegar talið að g og / séu almennt orðin