Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 193
íslenzkur jramburður í japanskri hljóðritun 183
Skrift japanskrar tungu
Samkvæmt síSasta manntali frá 1974 er japanska móðurmál rúmlega
119 miljóna einstaklinga í Japan og á nálægum eyjum (Lewin 1968). Hér
er því um að ræða eitt mesta menningartungumál jarðarinnar, ef tekið
er tillit til fjölda málhafa. Utan japönsku eyjanna er málið einnig talað
af mikilvægum japönskum minnihlutahópum á Taiwan og í Bandaríkj-
unum.
Nálægð Japans við Kína, sem er hið foma menningarlega stórveldi í
Austur-Asíu, hefur haft afgerandi áhrif á ýmis atriði í gerð japanskrar
tungu í dag. Um 60% orðaforðans er af kínverskum uppruna. Auk þess
færðu kínverskir trúboðar Búddatrúar og kaupmenn Japönum hina
kínversku táknskrift sína, kanji , á 5. öld eftir Krists burð, en hún
hafði þá verið í notkun í Kína í a. m. k. 2000 ár (Lewin 1968).
í vissum skilningi má segja, að það hafi verið mikið slys, að Japan
skyldi fá skriftina frá Kína. Kínverska er allt annarrar gerðar en jap-
anska. í kínversku, sem aðeins hefur óbeygjanleg orð, er auðvelt að
tákna merkinguna með hugtakaskrift. Það er hins vegar ekki jafn
hentugt í japönsku, sem hefur beygjanleg orð. Hugtakaskrift var því
óheppilegasta ritkerfi, sem japönsk tunga gat tekið upp. Með skriftinni
og þeim kínversku menningaráhrifum, sem fylgdu í kjölfar hennar, tók
japönsk tunga upp ógrynni kínverskra orða. Þessi kínversku tökuorð
em í tugþúsunda tali og ná yfir öll merkingarsvið tungumálsins. Jafnvel
töluorðin em kínversk, en þau era yfirleitt sá hluti orðaforðans, sem
traustast stendur gegn erlendum áhrifum. Af hinum uppmnalegu jap-
önsku töluorðum era aðeins varðveitt brot.
Þar eð japanska og kínverska eru tungumál gjörólíkrar gerðar, var
ekki hægt að taka kínversku orðin upp óbreytt. Kínverska hefur aðeins
eins atkvæðis orð, en notar nokkuð vel möguleika til myndunar hugsan-
legra hljóðasambanda innan þess ramma. Japanska hefur aðeins opin
atkvæði, að einni undantekningu undanskilinni, og allt annað hljóð-
kerfi. Það varð því að aðlaga kínversku orðin að japanska hljóðkerfinu,
bæði að einstökum hljóðum og einnig með því að færa gerð atkvæðis-
ins að atkvæðagerð japanskrar tungu. Það var því aðeins sárasjaldan,
að kínversku orðin vora tekin upp óbreytt. Þau voru oftast tekin upp
mjög breytt og voru þá jafnvel orðin óþekkjanleg fyrir Kínverja og
aðeins á færi sérfræðinga að rekja upprana þeirra. Innan hins kínversk-
japanska orðaforða, sem myndar 60% af heildarorðaforða japanskrar
tungu eins og áður var sagt, er mikið um samhljóma orð, þ. e. orð með