Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 143
Um nafnhátt
137
farið eins og eftirfarandi dæmi sýna, þar sem unnt virðist (og eðlilegra)
að fella brott nafnháttarmerki:
(9) Dæmdust þeir . . . at vera lögarfar oc eignarmenn
(Jón Espólín, Árb. I, 3. bls. 4).
(10) Með þessu hyggst blaðið bersýnilega að œsa íbúa þess (hverfis-
ins) gegn Stefáni (Tíminn).
(11) Hún bað alla (að) fara
í dæmum (9)-(10) er notuð orðaskipunin nefnifall með nafnhcetti,11
þar sem nafnháttarmerki er ávallt fellt brott, enda virðist fara betur að
sleppa því þar, einkum þó í dæmi (9). Dæmi (10) hefur að því leyti til
aðra stöðu en dæmi (9), að það stendur ekki eitt sér, heldur hefur undir-
ritaður í fórum sínum fleiri slík dæmi úr talmáli og eitt úr fornmáli,
bundnu.12 Hliðstæð dæmi dæmum (9)-(10) eru sjaldgæf, og verður litið
svo á, að hér sé um óreglu að ræða, sem bundin er ákveðnum sögnum
og fellur því utan ramma þessarar greinar. — Með sögninni að biðja er
þó algengt (valfrjálst) að fella brott nafnháttarmerki, enda styðst það
við hefð.13
1.1.3. Sem hluti forsetningarliðar er nafnháttur ávallt notaður með
11 Orðskipunin nefnifall með nafnhætti er notuð:
a) Þegar germyndarsetningu, sem hefur að geyma orðskipunina þolfall með nafn-
hætti, er snúið í þolmynd, og er þá nafnhátturinn oft felldur brott:
(i) Bókin var talin (yerá) góð
(ii) Hann er sagður (vera) skemmtilegur
b) Með miðmyndarsögnum í þolmyndarmerkingu:
(iii) Hann sást koina eftir veginum
(iv) Barnið heyrðist gráta
(v) Hann kallast (vera) formaður
c) Með nokkrum öðrum mm.-sögnum (þykjast, látast, kveðast, segjast, hyggjast,
reynast) svo og nokkrum ópersónulegum sögnum (jiykja, finnast, virðast, lítast,
sýnast). Með þessum sögnum er nafnháttur oft felldur brótt, ef um sögnina vera
er að ræða:
(vi) Ilann þykist (vera) saklaus
(vii) Hún lést œtla að koma
(viii) Mér finnst bókin (vera) góð
(ix) Mér þykir þú segja fréttir
I orðskipuninni nf. með nh. er nhm. ávallt fellt brott, þó með þeirri undantekningu,
að óreglu verður vart með sögninni hyggjast, sjá meginmál.
12 Sbr. Helgakviða Hiprvarðssonar 11 (Útg.: Jóns Helgasonar: Eddadigte III,
Ejnar Munksgaard, 1962): hygz aldauðra/ arfi at ráða.
13 Sjá Jón Friðjónsson. 1977, bls. 140.