Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 127
Stuðlar, höjuðstafir, hljóðkerfi
121
hvalur : halur, hver : her sýna. (Aftur á móti er rétt að [xv] myndar ekki
andstöðu við [hv], því að hið síðarnefnda virðist ekki vera til.) Ekki er
heldur hægt að segja að []] stuðli við [h] af því að andstæðan milli þess-
ara hljóða sé upphafin í framstöðu. Svo er ekki, eins og dæmi á borð
við hjól: hól sýna. Á svipaðan hátt er því stundum haldið fram að kjör :
kör sé lágmarkspar (minnsta) og dæmi um andstæðuna framgómmælt:
uppgómmælt lokhljóð. Samt stuðla þessi hljóð saman.
Að síðustu er rétt að benda á að sé skýringin í (12) rétt, er hér komið
enn eitt dæmi þess að bragreglur geti tekið tillit til býsna sértækra,
hljóðkerfislegra fyrirbrigða. í þessu sambandi er þó vert að muna að
hv-orð stuðla ekki við /i-orð í máli þeirra sem hafa svokallaðan kv-
framburð. Það er raunar líklegt að í máli þeirra (okkar) hafi /iv-orð
verið endurtúlkuð og hafi nú einfaldlega /kv-/ í baklægri mynd og að
engin virk regla breyti þar lengur /hv-/ í [khv-] í orðum eins og hver,
t. d. Ástæðan til þess að sú regla hefur „dáið“ gæti verið sú að hún hafði
í för með sér algert samfall (absolute neutralization — sjá t. d. Kiparsky
1973b), þannig að hver féll t. d. saman við kver. Það er athyglisvert að
þær reglur sem gert er ráð fyrir í (12) hafa slíkt yfirleitt ekki í för með
sér. Kannski er það eitthvað slíkt sem skilur á milli feigs og ófeigs í
hljóðkerfisfræði. Kiparsky (1973b) hefur raunar sett fram kenningar í
þá átt, en e. t. v. þarf þó nánari athugunar við hvernig skilgreina á þá
tegund af „algjöru samfalli“ sem þama skiptir máli. Frekari vangaveltur
um það verða þó að bíða betri tíma.
HEIMILDASKRÁ
Anderson, Stephen R. 1973. n-Umlaut and Skaldic Verse. Stephen Anderson &
Paul Kiparsky (ritstj.): A Festschrift for Morris Halle, bls. 3-13. Holt, Rine-
hart and Winston, Inc., New York.
Árni Böðvarsson. 1975. Hljóðfrœði. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.
Blöndalsorðabók = Sigfús Blöndal. 1920-24. íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.
Gunnar Karlsson. 1965. Um aldur og uppruna kv-framburðar. Lingua Islandica -
íslenzk tunga 6:20-37.
Haugen, Einar. 1958. The Phonemics of Modern Icelandic. Language 34:55-88.
Hreinn Benediktsson. 1964. Phonemic Neutralization and Inaccurate Rhymes.
Acta philologica Scandinavica 26:1-18.
Jakobson, Roman. 1963. On the So-Called Vowel Alliteration in Germanic Verse.
Zeitschrift fiir Phonetik, Sprachwissenschaft und Kommunikationsforschung
16:85-92.