Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 309
297
íslensk málfrœðiheiti á 19. öld
viðtengingarháttur (modus conjunctivus, da. den betingende
máde eða 0nskemáde)
í fomu máli hét þessi háttur samtengiligr háttr. JÓ nefnir hann samlags-
eða skilyrðishátt (67r). Guttormur kallar hann afhengishátt (78), en
Rask fororðshátt í 3268 og skilyrðishátt í 418. Scheving vill kalla hann
afleiðingarhátt í 279. Sveinbjöm tekur upp það heiti í Fms og Konráð í
orðabókina. Halldór Kr. hefur hinsvegar bæði afleiðingarhátt og sam-
tengingarhátt (Rétt,23). Valtýr nefnir háttinn viðtengingarhátt í Wimm-
Málm,54, og sama gerir Halldór Briem í Máll,30.
boðháttur (modus imperativus, da. den bydende máde eða
bydemáde)
í fomu máli var þetta boðligr háttr. JÓ hefur hér skipunarhátt (67r).
Guttormur hefur heitið bjóðandaháttur (78), en Rask hefur skipunar-
’nátt í 3268 og 418. Scheving hefur bjóðandi hátt (279), einnig Halldór
Kr. í Rétt,23. Konráð hefur aftur skipunarhátt í orðabókinni. Valtýr
nefnir háttinn boðliátt í WimmMálm,54, og svo gerir Halldór Briem í
Máll,30.
óskháttur (modus optativus, da. den pnskende máde)
í fomu máli hét hann œskiligr háttr. Hjá JÓ er óskáháttur (67r). Rask
hefur sama heiti í 3268, en Konráð óskarhátt í orðabókinni.
nafnháttur (modus infinitivus, da. den upersonlige máde eða
navneform)
JÓ kallar hann óvissuhátt (67r). Hjá Guttormi er hann persónulausi
hátturinn (79). Rask leggur til að hann verði kallaður sá ópersónulegi
gerðarháttur eða sá óvissi gerðarháttur í 149 I (da. den ubestemte
máde), í 3268 persónulausi hátturinn, en í 418 nafnsháttur. Scheving
hallaðist að persónulausum hœtti (279), en Konráð tók upp nafnhátt í
orðabókina, og sama er hjá Halidóri Kr. í Rétt,23 og Halldóri Briem í
Máll,30.
lýsingarháttur (participium, da. tillægsform)
Þetta fyrirbæri hét hluttekning í fomu máli. JÓ kallar það hluttekn-
ingarorð (67r). Guttormur vildi hafa verklýsingarnafn (82), en Rask
kallaði það sagnarlegt viðurnafn í 3268 og viðurnafnshátt í 418. Konráð
hefur hluttekningarorð í orðabókinni, og sama hefur Halldór Kr. í Rétt,
23-24. Valtýr talar um hluttaksorð í WimmMálm,91, en Halldór Briem
um lýsingarhátt í málfræði sinni (3. útg. Rvk. 1918), 48. (OH).
sagnbót (supinum, da. verbalt participium eða biform)