Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 210
200
Ólafur HaUdórsson
II
Friðrik III Danakonungur sendi byskupunum á íslandi bréf, dagsett 3.
maí 1652, og bað þá að láta ‘Hendrich Mdller general Toldforvalter udi
vort rige Danmarch’ eða fulltrúa hans í té allt sem þeir gætu fundið í
fornum ritum um Grænland.3 Brynjólfur byskup Sveinsson hefur orðið
við þessum tilmælum, og hefur samantekt hans verið á 9 blöðum í því
bindi bréfabókar hans sem nú er AM 268 fol.; þar af eru 5 blöð varð-
veitt. Samantektina segist hann hafa sent Otte Krag (1611-66), vegna
þess að hann hafi hvorki heyrt frá Henrik Mpller né neinum umboðs-
manni hans. Maður að nafni David Danell sigldi til Grænlands á vegum
Henriks Mpllers sumarið 1652. Hann kom frá Grænlandi til Reykja-
víkur 6. júlí um sumarið og virðist hafa verið þar til 23. ágúst, og fór
Brynjólfur byskup til fundar við hann þangað.4 Þar af er ljóst að Brynj-
ólfur hefur samið þetta ritkorn fyrir 6. júlí 1652.
Jón Helgason hefur gert grein fyrir þessari ritgerð Brynjólfs byskups
í Safni Fræðafélagsins um ísland og íslendinga XII, bls. 8-9, og segir
þar meðal annars um heimildir þær sem byskupinn hefur notað:
Heimildir biskups eru íslenzk fornrit. Hann notar aðallega Land-
námu og greinir þar milli þess er hann kallar gömlu Landnámu
(»prisca Landnama«, »vetus Landnama«, eða aðeins »Landnama«)
og yngri Landnámu Hauks Erlendssonar, er Bjöm á Skarðsá hafi
nýlega skrifað upp (»recentior Hugonis Erlendii nomophylacis
qvam Bjorno Skardsaæus nupere descripsit«). Einnig nefnir hann
»exemplar meum«, líklega = gamla Landnáma. Allt bendir til, að
gamla Landnáma sé Sturlubók, en hin er auðvitað Hauksbók.
Jakob Benediktsson minnist á þessa ritgerð Brynjólfs byskups í inn-
gangi að Landnámabók, ljósprentun handrita, Reykjavík 1974, bls. x-
xi, og færir þar rök fyrir því, að Sturlubókarhandrit Brynjólfs hafi verið
sú hin sama skinnbók sem P. H. Resen eignaðist síðar:
Sturlubókarhandritið kallar biskup ‘exemplar meum’, og getur það
ekki þýtt annað en að hann hafi átt það. Nú er víst að forrit Jóns
Erlendssonar af Sturlubók komst í safn E H. Resens, og allar líkur
eru á því að það hafi áður verið í eigu Brynjólfs biskups . . ., svo
3 [Magnús Ketilsson], Kongelige Allernaadigste Forordninger . . ., I—III, Ki0-
benhavn 1776-87, III, bls. 48.
4 Grönlands historiske Mindesmærker I—III, Kj0benhavn 1838-45, III, bls.
719-20.