Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 117
Stuðlar, höfuðstafir, hljóðkerfi
111
1. hj-, hl-, hn-, hr-
í mörgum ritum um íslenska hljóðfræði er því haldið fram að í orðum
eins og hjarta, hlœja, hnípinn, hrella og öðrum slíkum sem stafsett eru
með hj-, hl-, hn-, hr- sé fyrsta hljóðið ekki [h] þótt stafsetningin gæti
bent til þess. Þannig sé fyrsta hljóðið í orðinu hjarta einfaldlega óraddað
j, Þ- e. [j], og í orðunum hlæja, hnípinn, hrella séu fyrstu hljóðin á sam-
bærilegan hátt órödduð l/n/r — þ. e. [l]/[n]/[r] (sjá t. d. Bjöm Guð-
finnsson 1946:45,50; Kristján Ámason 1980:99 o.v.). Þetta er þó ekki
alveg óumdeilt. Þannig hljóðritar Stefán Einarsson (1945) [h] í fram-
stöðu í öllum þessum samböndum, en aftur á móti hljóðritar Jón
Ófeigsson t. d. hl-, hn- og hr-orð öll með [h] í framstöðu í Blöndals-
orðabók (sjá líka athugasemdir um þetta efni hjá honum 1920-24:xvii-
xviii), en /i/-orð hljóðritar hann með tákni fyrir óraddað j (sjá líka aths.
á bls. xvii í sama riti). Samsvarandi greinarmunur er gerður á /i/-orðum
annars vegar og hl-/hn-/hr-orQum hins vegar í ritum Magnúsar Péturs-
sonar (sjá t. d. Magnús Pétursson 1976:36,60 og 1978:61-62. Sjá um
þessi efni líka aths. hjá Áma Böðvarssyni 1975:49). Magnús telur sem
sé að mælingar sínar og athuganir hafi sýnt að hl-/hn-/hr-ovS séu
a. m. k. stundum borin fram með [h] í framstöðu, en hann virðist ekki
gera ráð fyrir þeim möguleika í sambandi við hj-orð.
Nú er það sannast mála að ekki er alls kostar auðvelt að gera sér
grein fyrir því með „sjálfsskoðun“ hvort borið er fram []] eða [hl] (eða
kannski [h] að viðbættu / sem er óraddað í upphafi en raddað þegar á
líður) í framstöðu orða. Því miður er ekki alltaf alveg einfalt heldur að
túlka niðurstöður hljóðfræðilegra mælitækja um atriði af þessu tagi. Nú
vill hins vegar svo vel til að stuðlasetning er alþekkt í íslenskum kveð-
skap og mjög margir hafa næsta óskeikult brageyra að því er virðist og
eiga auðvelt með að dæma um hvort rétt sé stuðlað eða ekki. Ef íslensk
stuðlasetning er athuguð, kemur í ljós að þau hljóð sem táknuð eru í
stafsetningu með hj-/hl-/hn-/hr- stuðla á eðlilegan og óþvingaðan hátt
á móti [h] og auk þess hvert á móti öðru. Nokkur dæmi eru sýnd í (1),
en vandalaust er að finna þau í hundraða- eða þúsundatali í kveðskap,
jafnt nýjum sem gömlum:
(1)1 Hitt kom alltaf Ziundraðfalt
sem /i/artað galt úr sjóði.
(Einar Benediktsson)
2 /z/ær við sínum /i/artans vini