Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 293
Stajsetning séra Odds á Reynivöllum
281
5.4. ey virðist vera algengt (ef ekki nær einrátt) ekki aðeins í sögn-
inni þrengja, heldur einnig í umræddum nafnorðum, allar götur frá því
að tvíhljóðunar á undan ng verður vart og þangað til ey og ei falla sam-
an. Auk þess bregður rithættinum eyng fyrir í fleiri orðum sem hafa
haft 0ng, en þau hafa reyndar aldrei verið mörg.2 Sú spurning vaknar
því, hvort tvíhljóðið ey í þessum orðmyndum eigi sér ekki hljóðfræði-
lega skýringu.
Lengi hefur verið talið að samfall hljóðanna 0 og q í íslensku hafi
orðið um og upp úr 1200, og sú tímasetning varð einnig niðurstaða
rannsókna Hreins Benediktssonar (1959:295). Sveinn Bergsveinsson
(1955:36) leitaðist hins vegar við að sýna fram á að samfall hljóðanna
hefði ekki orðið almennt fyrr en um 1300, en niðurstaða hans hefur litl-
ar undirtektir fengið. Þeim sem þetta ritar hefur lengi þótt ótrúlegt að
umrætt samfall hafi gengið yfir landið allt á fáeinum áratugum, og enda
þótt hann dragi ekki í efa að samfallið hafi byrjað um 1200, hefur hann
þóst sjá þess nokkur merki að stöku skrifarar hafi gert greinarmun á
q og 0 um 1300 og fram á síðari hluta 14. aldar (Stefán Karlsson 1967:
50 og 52; 1979: 234-35).
Það eru því töluverðar líkur á að varðveisla tveggja ö-hljóða, þ. e. 0
og q, og tvíhljóðun á undan ng hafi farið saman í einhverjum mállýsk-
um, þannig að í þeirri stöðu hafi 0 tvíhljóðast í ey, þ. e. [œy], en q í au,
þ. e. þu].
Þar sem samfallið var orðið hafa hins vegar bæði gamalt 0ng og
gamalt ong orðið aung.3
Við tvíhljóðunina á undan ng hefði samkvæmt þessu gamalt 0ng
2 Þegar ey-táknum bregður fyrir í orðum af þessu tagi í mjög gömlum hand-
ritum, á ugglaust að lesa 0ng, þar sem ey er oft notað sem tákn fyrir þ (sbr. Hreinn
Benediktsson 1965:71; Stefán Karlsson 1967:50; 1979:234-35). Á 14. öld verður
að meta það eftir stafsetningarkerfi hvers einstaks skrifara hvort líklegra sé að
eyng standi fyrir <þng eða eyng (t. a. m. í myndum af fn. engi, sbr. Stefán Karlsson
1967:50), en eftir að kemur fram á 15. öld fer varla hjá því að um tvíhljóðstáknun
sé að ræða — nema í undantekningartilvikum að apað sé eftir forriti.
3 Almennt mun vera talið að samfall ö-hljóðanna hafi orðið með þeim hætti
að p hafi orðið framkvætt. Hafi svo verið, mætti búast við því að ö hefði tvíhljóð-
ast í [œy] og verið skrifað ey, en þess sjást engin merki. Nú hefur au vafalítið um
skeið haft hljóðgildið [œu] sbr. § 4.1, en myndun tvíhljóðsins [œu] á undan ng
virðist ótrúlegri en myndun tvíhljóðsins þu], þar sem samkenni breytinganna á
undan ng virðast vera lokað niðurlag hljóðsins — framkvætt eða uppkvætt eftir því
hvort upphaflega einhljóðið var framkvætt eða uppkvætt. Þetta finnst mér mæla
með því að samfallshljóð þ og p hafi í fyrstu fremur verið uppkvætt en framkvætt.