Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 140
JÓN FRIÐJÓNSSON
Um nafnhátt
0. í íslensku taka ákveðnar sagnir og orðasambönd með sér sögn í
nafnhætti og þá ýmist með eða án nafnháttarmerkis, eftir því hver
sögnin/orðasambandið er. Oftast er fastbundið, hvort nafnháttarmerki
fylgir nafnhættinum eða ekki, en vafatilvika verður þó vart. í ritgerð
þessari er ekki ætlunin að gera almenna grein fyrir notkun nafnháttar
með eða án nafnháttarmerkis, enda er slíkt viðurhlutameira en svo, að
gert verði í stuttu máli. Hins vegar er ætlunin að víkja að þeim tilvikum,
þar sem málnotkun er á reiki í þessu sambandi, en það er einkum, er
nafnháttur stendur á eftir ákveðnum tengiorðum. Til hagkvæmni verður
verkefninu, þ. e. þeim dæmum sem stuðst var við,1 skipt í nokkra
flokka, þótt sumir séu náskyldir.
Fyrsti kafli er nokkurs konar inngangur, þar sem drepið er á helstu
reglur, er gilda um notkun nafnháttar með eða án nafnháttarmerkis, en
jafnframt tilgreind nokkur óreglubundin dæmi, þar sem ýmist er notað
nafnháttarmerki með nafnhætti eða ekki. í öðrum kafla er fjallað um
samhliða nafnhátt og sýnt, að það fer nokkuð eftir tengiorði, hvort
nafnháttarmerki fylgir nafnhætti í slíkum dæmum eða ekki. í þriðja
kafla er fjallað um nafnhátt í samanburðarliðum, þ. e. í annað en-liðum,
á eftir miðstigi lýsingarorða eða atviksorða, í og-liðum og íem-liðum.
í fjórða kafla er fjallað um nafnhátt í nemn-liðum, og í fimmta kafla er
loks reynt að draga fram heildarniðurstöðu.
1.0 Nafnháttur í íslensku er afar fjölbreytilegur í notkun og getur
nánast staðið með hvaða setningarhluta sem er — ýmist með eða án
nafnháttarmerkis. Á þessum vettvangi verður ekki reynt að gera al-
menna grein fyrir notkun nafnháttar, heldur vísast um það efni til hand-
bóka.2 Til yfirlits skal þó drepið á helstu atriði varðandi þetta efni.
1 Við gerð þessarar greinar var stuðst við liðlega 150 dæmi, sem safnað var úr
mæltu máli og rituðu. Ekki verður hirt um að tilgreina heimildir hverju sinni,
nema sérstök ástæða þyki til. Auk þessara raunverulegu dæma var tekið tillit til
fjölmargra tilbúinna dæma og leitað til málhafa um vafatilvik, er ástæða þótti til.
2 Sbr. Smári § 96, Nygaard § 202-225 og Stefán Einarsson bls. 160.