Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 258
STEFÁN KARLSSON
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
0. Ævi.
0.1. Oddur Oddsson var fæddur um 1565, líklega á Nesi í Selvogi,
þar sem faðir hans bjó um þær mundir. Oddur lærði í Skálholtsskóla
og var þar kapellán um skeið, en síðar prestur í Fljótshlíðarþingum, í
Grindavík og lengst á Reynivöllum í Kjós. Hann lést 1649. Faðir Odds
var Árnesingur, en móðemi hans er ókunnugt. (Lrmt: 399-400; ÍÆ IV:
17-18.) Ekki eru kunnar heimildir um að Oddur hafi komið út fyrir
Sunnlendingafjórðung, en vera má að hann hafi farið til náms í Þýska-
landi, sbr. § 1.1, 4. nmgr.
0.2. Séra Oddur á Reynivöllum er einhver mesti fjölfræðingur sem
íslendingar hafa eignast. Auk guðfræði hefur hann lagt stund á læknis-
fræði, grasafræði og rímfræði (þ. e. tímatalsfræði). Hann orti sálma og
þýddi Davíðs sálma í bundnu máli og skrifaði lög við, enda talinn
söngfróður. Einnig þýddi hann Jobsbók og samdi skýringar á íslenskum
mannanöfnum, sem hann rekur mjög til hebreskra róta. (Sciagr:12-13,
61-62, 139, 166, 175-76, 213; Digtn:479-80; Lækn:18-19; Mom IV:
285, 364-65, 367-68, 381, 383, 618-21.) Ekkert hefur verið prentað
af ritum séra Odds nema örfá sálmavers.
1. Eiginhandarrit.
1.0. Ekki er til þess vitað að séra Oddur hafi ritað um íslenskt hljóð-
kerfi eða íslenska stafsetningu, en af varðveittum eiginhandarritum hans
er ljóst að hann hefur velt þeim efnum fyrir sér, enda þótt stafsetning
hans sé raunar í sumum greinum ögn á reiki. Eftirtalin eiginhandarrit
séra Odds hafa komið í leitimar:
1.1. Lækningabókin AM 700a 4to hefur (að fáeinum síðari viðbót-
um frátöldum) með mestu öiyggi verið talin eiginhandarrit (KálKatAM
11:117-18; Mom IV:364). Sums staðar í 700a era leiðréttingar, gerðar
um leið og skrifað var, og viðbætur skrifara með annari skriftaráferð