Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 103
Fjögur árheiti
99
komi einnig fyrir framburðarmyndin [gjeld]. Ef þessi tilgáta er rétt, eru
nöfnin skyld fn. geldr, no. gjeld, sæ. gall, gáll <C *galdu- (Noreen 1923
§ 424, Anm.2), sem fram kemur m. a. í bæjamafninu Giel í Angeln
(1383 to Gheldé), en W. Laur (1967:100) telur það eiga rætur að rekja
til lo. *gelde í merkingunni ‘ófrjór’.
í ritgerð sinni getur Dittmaier um borgamafnið Gellep (1955 §55:
27), sem bæði Plinius og Tacitus kalla Geldupa, og einnig er getið um
árið 904 sem Geldapa, en hann gerir ráð fyrir, að nafnið sé ekki germ-
anskt, án þess þó að gera því frekari skil.
Ég tel, að bæði Gel{d)bœk og Gellep eigi rætur að rekja til ie. rótar-
innar *ghel- ‘glansa, glitra’ með tannhljóðsviðskeyti, og því t. d. skyld
lit. árheitinu Gélda, lit. vatnanöfnunum Gélditpé og Géldupis (lit. geltas
‘gulur’) og vatnsheitinu Zeltupé (lit. zeltas ‘gullinn’), en *ghel- kemur
fyrir í baltnesku bæði framgómmælt og uppgómmælt.
3) Marbœk. Af ie. rótinni *mori ‘haf, stöðuvatn’ (lat. mare, gotn.
marei, fsax. meri, fhþ. mari, fn. marr, lit. maré, oftast í ft. marés) eru
leidd fjölmörg fomevrópsk árheiti,1 t. d. Mará í Litháen, *Mara >
Mare og *Marna > Meern í Hollandi (Krahe 1962:329). Hér mætti
einnig nefna Marne sem nafn á tveimur smábæjum í Suður-Slésvík,
annar í Suður-Dithmarschen, hinn við Eiderstedt. W. Laur (1967:147)
bendir á, að nöfn af þessari rót séu mjög algeng við strönd Norðursjávar
frá Hollandi allt norður til Eiderstedt í Slésvík.
Dittmaier nefnir nokkrar ár, sem kallaðar era Marpe (1955 § 98:36)
t. d. Marpe við Wuppertal (1296 de Marpe) og Morp við Diisseldorf
(1144 Marafa), sem hann með réttu telur til ie. rótarinnar *mori.
Á Jótlandi era á landmælingakortum fimm ár með nafninu Marbcek.
Þeirra er ekki getið í eldri, varðveittum heimildum, en ekkert mælir þó
á móti því, að nöfnin geti verið gömul. Sennilegra er að telja þau til
rótarinnar *mori og skyld þeim nöfnum, sem áður er um getið, en að
tengja þau fn. marr ‘hestur’, eins og fram kemur hjá O. Rygh (1904:
155) varðandi norsku ána *Mara.
4) Vidá. W. Laur (1960:344) telur, að vid- í nafninu Vidá sé danska
lýsingarorðið vid ‘víður’. Ef þetta er rétt væri Vidá (t. h. í Vorgod Á)
skyld fn. víðir ‘haf’ og fn. árheitinu Víð (Snorra-Edda, Þulur IV, 1.
1 Með ‘fornevrópsk árheiti’ er átt við það sem Hans Krahe kallar ‘alteuropa-
ische Hydronymie’ og aðgengilegast er að lesa um í bók hans Unsere altesten Fluss-
namen (1964).