Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 33
Um sérhljóðabreytingar á undan samhljóðaklösum með 1 -i 29
ólengdu stofnsérhljóði. Auk þess finnast þó nokkur dæmi um lengingu
á undan samhljóðaklösum eins og Is, In, Id og It, og nokkuð er þar að
auki um lengingu á frammæltu sérhljóði eins og i. Þessi dæmi eru að
vísu fremur fá og dreifð og sum þeirra aðeins kunn úr yngra máli; en í
því sambandi verður að hafa í huga að sérhljóðalengd er ekki alltaf
reglulega táknuð í handritum, auk þess sem hljóðfræðilegum atriðum af
þessu tagi er ekki ávallt nægur gaumur gefinn í sambandi við útgáfur.
Undantekningardæmi af þeim toga, sem ég hef nefnt, kynnu því að
reynast bæði fleiri og eldri við nánari athugun handrita.
1.2 En þótt þau dæmi, sem hér hafa verið rakin og ekki koma fyllilega
heim við viðteknar reglur um lengingu á undan l + samhljóði, séu að
vísu ekki mjög mörg, og sum þeirra auk þess ung, gefa þau þó tilefni til
nokkurra efasemda um þá hljóðfræðilegu skýringu á þessu fyrirbæri
sem helst hefur verið uppi höfð. Lengingin á undan l + samhljóði
minnir líka á annað hljóðfarslegt fyrirbæri og hugsanlega skylt, þ. e.
n- s. ‘breikkun’ eða tvíhljóðun upphaflegra stuttra sérhljóða á undan
samhljóði (munnkvæðu lok- eða önghljóði) + l. Og raunar var það sú
hljóðbreyting sem varð mér tilefni til þessarar samantektar. Engin örugg
dæmi þekki ég um þessa hljóðbreytingu úr fomum ritum; dæmin em
óll úr síðari tíma máli og sum ung. Nokkur þeirra em þó þess eðlis, að
vel mætti hugsa sér að þau væm gömul, jafnvel frá svipuðum tíma og
sérhljóðalengingin á undan l + samhljóði.
Stundum eru tvímyndir af sama orði, önnur með stofnsérhljóði eins
°g a eða i, o, u (jö), hin með á eða í, ó, ú (jó). Stundum hefur viðkom-
andi orð breitt sérhljóð eða tvíhljóð í stofni, sem virðist komið af stuttu
cinhljóði svipaðrar gerðar, þótt slík orðmynd finnist ekki lengur í
málinu.
Verða nú talin upp flest þau orð sem hér koma til greina og jafnframt
getið elstu heimilda um þau sem mér eru kunnar. Síðar verður svo rætt
frekar um einstök orð og orðmyndir.
bjaklaður ‘bæklaður’ (19.ö.s.hl.)
dauðyfli n. (físl.)
dutla v. (19.ö.f.hl.)
fitla v. ‘föndra, þukla’ (físl.)
Söglumœltur ‘óskýr í tali’ (19.ö.s.hl.)
: bjáklaður (20.ö.talms.OH)
: dauðýfli n. (18.ö.JGrv.)
: dútla v. (19.ö.f.hl.)
: fítla v. ( — )
: gófla f., v. (18.Ö. og síðar)
: góglumœltur (20.ö.talms.OH)