Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 95
Burgeisar, ribbaldar, barúnar og allt það hafurtask 91
Ekki eru sýnileg merki um mismunandi beygingalega aðlögun eftir
því á hvaða tíma orðin koma.
Verður nú athugaður hver orðflokkur fyrir sig.
3.2.1. Nafnorð:
Af nafnorðunum eru 13 karlkyns, 9 hvorugkyns og 3 kvenkyns.
3.2.2. K.-orðin skiptast þannig:
Stb. I, þ. e. eins og a-stofnar, ef. et. -s (-ar), nf. flt. -ar (sbr. Halldór
Halldórsson 1950:83):
barón, bastarður, burgeisfs), daggarður, doggur, kokkáll, lávarður,
mustarður (varla notað í flt. vegna merkingar), stívarður. Alls 9
orð.
Sex þessara orða fá aðlögun með hinni algengu nf.-endingu -ur (-r),
sem skipar þeim þegar í algengasta beygingaflokkinn. Enska orðmyndin
virðist þá tekin sem stofn orðsins án beygingarendingar, e. t. v. sem þf.
et., sbr. danska orðið bil, sem verður bíll í íslensku.
Tvö önnur fá eðlilega aðlögun af lítið eitt öðru tæi. Burgeis(s) virðist
aðlagast sem samsett orð, að fyrirmynd orða eins og t. d. hafís(s) (íss
úr *ísr, væntanlega). Kokkáll gæti aðlagast með alþýðuskýringu, einnig
sem samsett orð, fær sömu beygingu og t. d. áll (úr *álR).
Eitt orð hefur nokkra sérstöðu, barón, en það tekur í raun og veru
ekki fullri aðlögun, hefði helst átt að verða *barónur eða *barónn.
Orðið minnir helst á samsett nöfn með Jón, og reyndar eru endingar-
laus tökuorð af þessari gerð fleiri, a. m. k. er biskup eldra, og er þar um
líklega fyrirmynd að ræða. Guð er og endingarlaust k.-orð en það er
að vísu upprunalega h.-orð.
Vb. I, þ. e. an-stofnar, ef. et. -a, nf. flt. -ar (sbr. ibid.:102):
fóli, ribbaldi, skvíari, trafali (varla í flt. vegna merkingar). Alls 4
orð.
Tvö orðanna, fóli og trafali, fá eðlilega sérhljóðsendingu eftir á-
herslulausa sérhljóðinu í ensku, að því er ætla má.
Ribbaldi fær -i og þar með veika beygingu, þótt ekki virðist vera
sérhljóðsending í ensku. Kynið er eðlilegt, sbr. 3.5., en orðið hefði eins
átt að geta fengið -ur endingu, sbr. bastarður, lávarður o. fl. Gera má
ráð fyrir aðlögun að orðum með endinguna -aldi, glópaldi o. s. frv., sem