Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 304
292
Svavar Sigmundsson
óbrúkanlig“ (8). Hann vill í stað þess hafa „nafnbreytíngar casus
(elligar sambanzbreytíngar elligar eintómis breytingar)11 (7-8), þ. e.
sama og da. forandring. Konráð notar fall í orðabókinni og sama gerir
Halldór Kr. í Rétt,5.
nefnifall (nominativus, da. nævneform, den handlende form
eða grundledsfald)
í fomu máli hét þetta nefniligt fall. JÓ kallar það nefningarbyltingu
(66r). Guttormur talar um nafnfall (12). Rask hefur gjöranda í 149 II,
nefnibreytingu í 3268, en nefnanda í 418 og Lestrarkverinu,17. Schev-
ing hefur bæði nefnanda (279) og gjöranda (Staf,12), og sama er hjá
Halldóri Kr. (Rétt,5). Konráð hefur gjöranda í Frp (cxii) og orðabók-
inni. Valtýr kemur svo með nefnifall í WimmMálm,92.
þolfall (accusativus, da. genstandsform eða genstandsfald)
í fornu máli var það nefnt rægiligt fall. JÓ kallar það klögunarbyltingu
(66r). Guttormur hefur áverkafall í Leiðarvísi,14. Rask hefur áhrifa-
breytingu í 3268, en í 418 hefur hann áverkanda fyrir þetta fall. í
Lestrarkverinu er þolandi (17). Sama hefur Scheving (Staf,12), Konráð
í orðabókinni og Halldór Kr. í Rétt,5. Valtýr kemur með þolfall í
WimmMálm,92.
þágufall (dativus, da. hensynsform eða genstandsfald)
í fomu máli hét það gœfiligt fall. JÓ kallar það gáfubyltingu (66r).
Guttormur nefnir það þiggjandafall eða viðtakanda (13). Rask notar
orðið tillitsbreyting í 3268, en í 418 er það tillítandi, en fáandi í Lestrar-
kveri,17. Scheving notaði fáanda í 279, en þiggjanda í Staf,12. Þiggj-
anda hefur Konráð í Frp (cxii) og orðabókinni og Halldór Kr. í Rétt,5.
Valtýr kemur með þágufall í WimmMálm,92.
eignarfáll (genitivus, da. ejeform eða tillægsfald)
í fomu máli var ekkert orð til sérstaklega um þetta fall eins og áður
sagði. JÓ hefur orðin getnaðarbylting eignar um þetta fyrirbæri (66r).
Guttormur vill hafa eigandafall eða getfall (13). Rask leggur til eignar-
breytingu í 3268 og eignanda í 418, en eiganda í Lestrarkveri, 17.
Scheving hefur eiganda í Staf,12. Konráð hefur það orð í orðabókinni
og Halldór Kr. í Rétt,5. Valtýr kemur með eignarfall í WimmMálm,91.
beyging (nafnorða) (declinatio, da. bpjning)
í fomu máli hét það hneiging, og það orð notar JÓ líka (66r), einnig
Guttormur (19). Rask talar um nafnahneiging í 3268 og 418. Konráð
kallar þetta fallbreytingu í orðabókinni, en declinere kallar hann að
„breyta orði eptir föllum“. í Fjölni 11,18 er talað um breytingu. Orðið