Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 86
82
Bjarni Vilhjálmsson
legur í miðaldaritum. Alþýðlegri gerð þessa málsháttar er: Það er ekki
laust sem skrattinn/fjandinn heldur. Hvað sem þessu líður, er ekki að
finna í málshætti Schevings neina bendingu um uppruna orðsins kölski.
Eftir athugun þeirra dæma, sem hér hafa verið tilfærð, sannfærist ég
æ betur um að hinir gömlu orðabókarhöfundar, Guðmundur Andrésson,
Jón Ólafsson Grunnvíkingur og Bjöm Halldórsson, hafi rétt fyrir sér
þegar þeir tengja saman orðin kalls, köllsugur og kölski. Að mínu viti
á orðið kölski uppruna sinn í hinni veiku beygingu lýsingarorðsins
köllsugur. Upphaflega hefur djöfullinn verið nefndur „hinn (sá)
köllski“, eins og séra Jón Magnússon notar orðið í Bíleamsrímum, þ. e.
spottarinn, háðfuglinn. Eðlilegasta skýringin er sú að þetta hafi upp-
haflega verið nóaorð um Ijóta karlinn, því að vanhelgibann hefur að
sjálfsögðu verið á hinu „rétta“ nafni hans, það hefur verið tabú.29 Sú
er vitanlega skýringin á ýmsum fleiri nöfnum myrkrahöfðingjans.
Við þetta má bæta að hinum gömlu orðabókarhöfundum, sem hér
hefur verið vitnað til, var lýsingarorðið köllsugur miklu tamara en nú-
tíðarmönnum. Vera má einnig að þeir hafi þekkt lýsingarorðsmyndina
„hinn kölski“ (sbr. dæmið frá séra Jóni Magnússyni í Laufási), en þá
hefur þeim verið í lófa lagið að skýra uppruna nafnorðsins kölski. Þó
að hin forna regla um samdrátt í beygingarmyndum lýsingarorða með
viðskeytunum -ag-, -ig- og -ug- taki að riðlast þegar um 130030 hafa
leifar þeirrar reglu lifað allt fram á þennan dag þó að samandregnu
myndimar séu nú einkum notaðar í hátíðlegu máli.31 Orðið kölski er
gott dæmi um það að ekki má að óreyndu bera brigður á allar gamlar
orðskýringar, jafnvel hjá þeim höfundum, sem sannanlega fara oft villir
vega í þeim fræðum.
Greinisleysi í notkun orðsins kölski, sem fyrr var að vikið, á e. t. v.
rót sína að rekja til þess að orðið er ekki upphaflega nafnorð, heldur
lýsingarorð. Menn kunna að hafa haft tilfinningu fyrir því lengur en nú
mætti ætla, því að orðið köllsugur virðist harla sjaldgæft í nútíðarmáli.
29 Um tabú, nóa-orð, bannhelgi og vanhelgibann, sjá grein eftir Magnús Finn-
bogason menntaskólakennara í Skírni 1933: Máttur nafnsins í þjóðtrúnni, bls. 97-
116.
30 Björn K. Þórólfsson: Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld, bls. 31-32.
í Guðbrandsbiblíu er beyging slíkra orða nokkuð á reiki, en nokkur dæmi eru um
samandregnar orðmyndir samkvæmt hinni fornu reglu. Sjá Oskar Bandle: Die
Sprache der Guðbrandsbiblía, Khöfn 1956 (Bibliotheca Arnamagnæana XVII),
bls. 300.
31 Stefán Einarsson: Icelandic, Baltimore 1945, bls. 55.