Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 286
274
Stefán Karlsson
ki (sbr. í-myndir af mikill hjá séra Oddi (§ 3.1.3) og bæði mikill og
þikja með í í Guðbrandsbiblíu (Bandle 1956:29)). Hin skýringin væri
sú að séra Oddur hefði tengt miðbýki við no. búkur; það gerir Jón
Ólafsson frá Grunnavík öld síðar í orðabók sinni (OH).
3.2.5. ‘nydur fyrir gjrunum’ 700a, 9r, er þýðing séra Odds á ‘Fluc-
tuatio Avrium’. Nú er einlægt ritað niður (sbr. Halldór Halldórsson
1947:140), en líklega er þetta sama orð og gnyður í fornmáli (sbr. Jón
Helgason 1929:27; Bandle 1956:131; Halldór Halldórsson 1980:118).
3.2.6. Séra Oddur mælir fyrir um umbúnað sjúklings með þessum
orðum: ‘Enn hann sje lagdur þar sem er jafnhejtt og mjukhejtt og ecki
ýmar ad nejrn kaldasuddi’ 700a, 61v. Öldungis hliðstæð dæmi er ekki
að finna um so. ýma eða íma í orðabókum eða seðlasafni OH, en lík-
lega er hér á ferðinni sama sögnin og íma, sem kunn er í merkingunum
‘hríma’ og ‘hema’ (sjá Sigfús Blöndal 1920-24 (1980):398). Auk þess
eru í talmálssafni OH dæmi um orðasambandið ima upp af (eða úr),
sem haft er um frostgufu sem leggur upp af sjó eða vötnum. So. íma
hefur verið tengd við no. ím, sem í fornu máli virðist merkja ‘ryk’ eða
‘þunnur hjúpur’ (og hefur örugglega í (eða /)) og no. eimur (sjá t. d.
Halldór Halldórsson 1947:98; 1980:80). Séu þessar orðsifjar réttar,
hefur Oddur hér farið sérhljóðavillt, en því verður varla haldið fram
með fullri vissu.7
3.3.0. Dæmum um að séra Oddur rugli saman i, í, ei og y, ý, ey er
mjög misskipt milli handrita hans, eins og nú verður rakið — í líklegri
aldursröð handritanna, sbr. § 1.9.
3.3.1. í 700a (Iækningabókinni) hafa þessi dæmi fundist: ‘hygsti’ 21r,
‘papyr’ 6v, ‘sylfur’ 6r og ‘bylt’ lr (og auk þess e. t. v. ‘hidi’ (sbr. § 3.2.2)
og ‘ýma’ (sbr. § 3.2.6)).
‘papyr’ er að öllum líkindum upprunastafsetning séra Odds; hann
skrifar einnig ‘papyr’ í þýskum texta, 30r.
‘sylfur’ er í samræmi við stafsetningu í fáeinum handritum frá 14.
öld og byrjun 15. aldar (sbr. Hreinn Benediktsson 1977:32 og 42), en
kringing sérhljóðs í þessu orði er gömul og algeng í norsku (Seip 1955:
7 Séra Hallgrímur Pétursson tengdi í bréfi 1671 no. eimur og so. ýma við
jötunsnafnið Ýmir (Andvari 1913:58), og er það skáldleg skýring, þar sem Ýmir
(eða Ymir, sem flestir munu nú telja réttari mynd) varð til úr hrími samkvæmt
Eddu Snorra.