Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 298
286 Svavar Sigmundsson
Hér verða birt ýmis málfræðiheiti úr þessu hdr. (JÓ), en þau koma í
mörgum atriðum heim við heiti hans í Rúnareiðslu (sbr. bls. 67 í bók
Jóns Helgasonar). Þó munar þar einhverju: í Rúnareiðslu er nomen
substantivum kallað undirstöðuorð, en í 1001,4to staksett nafnorð’, í
Rúnareiðslu er præpositio kallað fyrirsetningarorð, en fororð í 1001,
4to; í Rúnareiðslu er casus obliqui kallað skökk orðanna niðurlög, en í
1001,4to er casus obliqvus et variatus nefnt frábrugðin bylting.
Eggert Ólafsson skrifaði Réttritabók sína 1762, þar sem íslensk mál-
fræðiheiti hans koma fram. Hér verður ekki fjallað um þau heiti, né
tekin fyrir heitin í Rúnareiðslu Jóns frá Grunnavík, en um þau skal
vísað til áðurnefndrar ritgerðar Tryggva Gíslasonar.
Með 19. öldinni færist nýtt líf í íslenskun málfræðiheitanna, og áður
en henni lýkur er komin festa á þessi heiti í íslensku máli. í handritinu
Lbs. 1238,8vo, sem skrifað er ca. 1805, er rit sem heitir „Stuttur
Leidarvijsir fyri Islendska í þe(i)rra eigin Módurmaah“. Handrit þetta
er með hendi sr. Sigfúsar Ámasonar á Dvergasteini. í Skrá Landsbóka-
safns taldi Páll E. Ólason höfund e. t. v. vera sr. Guttorm Pálsson
(1775-1860), prest á Hólmum og í Vallanesi. Hann var settur rektor í
Reykjavíkurskóla 1801-1804, en kenndi síðan í Skálholti og á Bessa-
stöðum, þar til hann gerðist prestur fyrir austan. Hann samdi bæði
gríska og latneska málfræði. í þessum Leiðarvísi eru ýmis málfræðiheiti,
sem ekki eru þekkt úr öðrum ritum. Tryggvi Gíslason segir í skrá sinni
um málfræðihandrit í Landsbókasafni (sem er viðauki við ritgerð hans),
að málfræðiheitin í 1238,8vo séu flest hin sömu og í ritum sem kennd
eru Guttormi, Lbs. 113,8vo, Lbs. 1237,8vo og Lbs. 1603,8vo. Hann
segir og að orðalagslíkingar séu á milli Lbs. 1237,8vo og Leiðarvísis.
Þykir honum það styðja það ótvírætt, að höfundur sé einn og sami
maðurinn, þ. e. Guttormur Pálsson (bls. 27). Verður það því haft fyrir
satt.
Rasmus Rask lét sér líka annt um að hugtök málfræðinnar fengju
íslensk heiti. í handritinu Ny kgl. Samling, nr. 149c,4to, 107 er til listi
um málfræðiheiti eftir hann frá haustinu 1817. Aðalefni handritsins er
„Nogle Optegnelser betræffende det Islandske“ á íslensku. Orðalistinn
er á 2 blöðum, en á milli þeirra eru 4 blöð í minna broti, þar sem fremst
er ágrip af íslenskri málfræði á íslensku, en síðan ágrip af enskri mál-
fræði. Á þessu eina blaði eru nokkur málfræðiheiti, sem ekki eru í aðal-
listanum. Má geta sér þess til að þau séu eldri en sjálfur listinn og munar
allmiklu á heitunum. Ágripið er hér nefnt 149 I til hægðarauka, en