Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 297
SVAVAR SIGMUNDSSON
íslensk málfræðiheiti á 19. öld
í ritgerð sinni, Nýgervingar í fommáli (íslenzk málrækt, Rvk. 1971),
hefur Halldór Halldórsson m. a. skrifað um íslensk málfræðiheiti að
fornu, eins og þau koma fram í 3. og 4. málfræðiritgerð Snorra-Eddu.
Hann styðst þar að nokkm við meistaraprófsritgerð Tryggva Gíslasonar
frá árinu 1967 (íslenzk málfræðiheiti miðalda — merking þeirra, fyrir-
myndir og saga. Eintak er varðveitt á Háskólabókasafni.) Niðurstaða
þessarar athugunar er sú, að ein 8 málfræðiheiti í fornu máli hafi varð-
veist til okkar daga, nl. jornafn, samtenging, kyn, fall, tala, persóna,
háttur, merking, en auk þess er orðið tíð líka notað í fornu máli um
málfræðilega hugtakið. Athyglisvert er, að hvorki virðast vera til í fomu
máli orð um málfræðilegt kvenkyn né eignarfall (íslenzk málrækt, 209-
211).
Um málfræðiheitin hefur annars lítið verið fjallað á prenti (sjá þó
R. J. Mc Clean: The Grammatical Terminology of Modem Icelandic.
Studia Germanica Gandensia IV. Gent 1962, 291-300.). Saga þeirra
hefur heldur ekki verið rakin fyrr en í ritgerð Tryggva. Hér verður því
reynt að bregða nokkm ljósi á þróun helstu málfræðiheita frá fommáli
til nútímamáls, en þó einkum staldrað við 19. öldina.
Ýmis málfræðirit á síðari öldum voru skrifuð á latínu, og vom
íslensk málfræðiheiti því ekki notuð þar. (Sjá Finnur Jónsson: Den
islandske grammatiks historie til o. 1800. Det Kgl. Danske Viden-
skabemes Selskab. Historisk-filologiske Meddelelser XIX, 4. Kbh.
1933.). Jón Ólafsson frá Grunnavík íslenskaði víðast hvar málfræðiheiti
í Rúnareiðslu sinni (um 1732), en setti latnesku heitin í sviga. (Jón
Helgason: Jón Ólafsson frá Grunnavík. Safn Fræðafélagsins V. Kmh.
1926, 66-67.). Hann byrjaði að skrifa upp handrit að málfræði Jóns
Magnússonar (frá 1737-38), en komst ekki nema fremst í lýsingarorðin.
Þessi uppskrift er í AM 1001,4to. Aftast í handritinu eru blöð, þar sem
hann tilgreinir ýmis fræðiorð um málfræði og stafsetningu á latínu,
dönsku og síðast á íslensku, „og mun margt vera þar smíð hans sjálfs“,
segir Jón Helgason í bók sinni um hann (76).