Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 277
Stajsetning séra Odds á Reynivöllum
265
bætt við ofan línu) og víðar. Einnig er ritað t. a. m. ‘Nordskra’ 732, 15r,
‘hædsta’ 111, 23r (en ‘hæstri’ á sömu síðu), ‘slögt’ (þt. et. 2. p. af slá)
111, 121r, og sökt’ 181, 7r (= 732) og miklu víðar. Hvort þessar rang-
fyrndu myndir hafa átt sér stoð í framburði á dögum séra Odds, verður
ekki af ritum hans ráðið, þar sem sýnt er að önnur sjónarmið en fram-
burður ráða því hvernig hann ritar samhljóðaklasa.
2.33. Þrátt fyrir það orðsifjasjónarmið sem lýst var í § 2.32 varð-
veitir Oddur mörg dæmi um gamla samlögun í boðháttarmyndum sem
(án viðskeytts fomafns) hafa verið einkvæðar frá öndverðu, t. d. ‘bitt’
(af bindd) 700a, lv og miklu víðar, ‘bittu’ 3377, 71v, ‘vitt’ (af vinda)
700a, 7r, og ‘stikk’ (af stinga) 700a, lOr. Herðing í bakstöðu kemur
fram í boðháttarmyndinni ‘hallt’ 700a, 2v.
Breyting á löngu önghljóði í tt (sbr. Noreen 1970:181) liggur að
öllum líkindum að baki ritmyndanna ‘hlýdtu’ 3377, 57v og 65v,
‘Prýdtú’ og ‘klædtú’ 3377, 71v.
2.34. í áherslusamstöfu er jafnan ritað ‘g’ og ‘k’ á undan i, í, y, ý
og ei, en hins vegar ‘gj’ og ‘kj’ á undan œ (t. d. ‘gjædsku’ 111, 31r),
gömlu <t> (t. d. ‘kjgrligt’ 700a, 62r, ‘útkjgrid’ 111, 142r, og jafnan í sögn-
inni gjöra (áður göra)) og ey. Á undan e er langoftast skrifað ‘kj’ og
‘gj’, en þó ekki alltaf, sbr. ‘skekid’ og ‘skekist’ 111, 55v. Ekki liggur í
augum uppi hvers vegna séra Oddur ritar t. a. m. (-)‘gejnginn’ 700a,
61v, 732, 22r, ‘gejngur’ 3377, 73v og víðar, ‘Skejnkjari’ 700b, 6r, og
-‘gejtar’ 732, 24v, enda þótt hann riti að öllum jafnaði ‘gj’ og ‘kj’ á und-
an e og ey, svo sem í ‘skjedi’ 700b, lr, ‘gjefa’ 111, 3r, ‘kjpjpti’ 700b, 5r,
og ‘gjQjmd’ 700b, 6v.
Á undan endingunni -elsi er langoftast skrifað ‘kj’ og ‘gj’, t. a. m. í
‘rpjkjelsi’ 700 a, lOr og miklu víðar, og ‘fángjelsi’ 3377, 75v, þannig að
undantekningar eins og ‘reykelsi’ 700a, 6v, og ‘fángelsi’ 111, 14v, eru
varla vísbending um að framburður séra Odds á orðum af þessu tagi
hafi verið á reiki. (Sbr. Bjöm Guðfinnsson 1964:196-98.)
í öðmm endingum er sumpart skrifað ‘i’ og sumpart ‘e’ (sbr. § 2.17)
og þá um leið ýmist ritað ‘gi’ og ‘ki’ ellegar ‘gje’ og ‘kje’. Nokkur dæmi
úr 3377: ‘megi’ 24v, en ‘megjer’ 72v, ‘ekkirt’ 46r, en ‘þekkjed’ 39v,
‘gejngid‘ 48v, en ‘þrQjngjer’ 57r, ‘tæki’ 54r, en ‘lækjena’ 48v. Ekki er
þetta þó alveg föst regla; t. a. m. er skrifað í 111, 38v, ‘gejngi’, en
‘strejnge’, og ‘leikjed’, en ‘þakked’ (sbr. § 2.17, 19 nmgr.). Einnig verð-
ur ‘ke’ einstaka sinnum fyrir í endingum sem að öllum jafnaði hafa ‘ki’