Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 29
Um sérhljóðabreytingar á undan samhljóðaklösum með 1-/ 25
kemur fyrir í allgömlum handritum fornum og að því er virðist jafnan
með ó,1 og í nno., þar sem lítt ber á lengingu sérhljóða á undan l + sam-
hlj., sýnist hún hafa ó í stofni: kölna, enda líklegast að hún sé leidd af
týndu lo., sem svaraði nokkum veginn til e. cool og þ. kiíhl, sbr. grár :
grána, fölur : fölna o. s. frv. Noreen minnist líka á orðið skáld í þessu
sambandi, en telur að þar hafi ekki orðið nein lenging, sérhljóð þess
hafi verið langt frá upphafi, en hafi stundum styst.
Ýmis önnur frávik frá reglunum um sérhljóðalengingu á undan l +
p, k, m, f, g telur Noreen að stafi af kerfisþvingun og samræmisáhrifum
ýmiskonar, sbr. t. d. þt.-myndirnar skalf, skulfum af skjálfa og halp,
hulpum af hjálpa og beygingarmunstur 3. flokks sterkra sagna.
Þessi lenging stuttra uppmæltra (og fjarlægra) sérhljóða á undan Z +
samhljóði á sér hliðstæðu í færeysku, og henni bregður líka fyrir í fom-
norsku, helst í Suðvestur-Noregi, en í nýnorsku gætir þessarar lengingar
lítt. Engar líkur em á að hún sé arftekin í íslensku eða bein tengsl komi
hér við sögu, heldur er hér vísast um samskonar tilhneigingu viðkom-
andi mála að ræða.
Ég nefndi það fyrr að A. Noreen teldi að orðið skáld hefði haft upp-
haflegt langt sérhljóð í stofni. Það er þó lítt sennilegt og allar uppruna-
skýringar orðsins í þá veru helst til vafasamar og auk þess ekki ljóst
hvers vegna stofnsérhljóð hefði átt að styttast fremur í þessu orði en
t. d. í sáld, bíldur eða búlda. Orðið kemur fyrir allvíða í fornum skáld-
skap með rímbundnu stuttu a, og mér þykir því líklegast að stutta sér-
hljóðið sé þarna upphaflegt og orðið sé skylt mlþ. schelden ‘ávíta, lýsa
e-u yfir upphátt’ (e. scold og þ. schelten), sbr. einnig mlþ. schelder ‘far-
andspilari’ og mhþ. schelta ‘níðskáld’. Upphafleg merking orðsins gæti
verið kvæðamaður eða kveðandi, síðar e. t. v. skop- eða níðskáld eða
jafnvel níðkvæði, sbr. fe. scop m. ‘skáld’ og fhþ. scof, scopf n. ‘spott,
kvæði’; orðið skáldstöng, einsk. níðstöng, sýnist fremur styðja þetta. Ef
þetta reyndist rétt yrði að gera ráð fyrir að æ í físl. orðum eins og lo.
skœldinn og aukn. illskœlda væri ekki upphaflegt, heldur sniðið eftir
hinni lengdu orðmynd skáld.
Aðrar orðmyndir fornar, sem styðja það að stutt sérhljóð hafi stund-
um lengst á undan Id, eru t. d. lo. uldinn og no. ylda, sbr. nísl. úldinn
og ýlda og fær. úldur og úldna, ulna. Orð þessi hafa efalítið upphaflega
stutt stofnsérhljóð, sbr. d. máll. olden, ullen ‘myglaður, rotinn’ og fhþ.
1 Elstu dæmin um kólna eru að vísu eklá eldri en um 1200 (sbr. Larsson: Ord-
förradet . . . Lund 1891) og skera því ekki úr í þessu efni.