Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 282
270
Stefán Karlsson
17. öld virðist þess gæta hjá flestum skrifurum. Merkileg undantekning
er séra Gissur Sveinsson á Álftamýri (1604-83), sem í kvæðabók sinni
greinir reglulega að kalla á milli i og ei annars vegar og y og ey hins
vegar, þó óvíst sé að hann hafi aðgreint hljóðin í og ý jafn-vel (Jón
Helgason 1960:20-22). Vitnisburður séra Gissurar bendir til þess að
samfall hljóðanna hafi orðið heldur seint á Vestfjörðum.
3.0.3. Séra Oddur á Reynivöllum greinir lang-oftast í stafsetningu
sinni á milli i, í, ei og y, ý, ey á reglulegan hátt, en þó eru undan-
tekningar margar í tveimur handritanna, 111 og 700a, f. 130. Hér
verður í § 3.1 fjallað um orð sem í eldra máli virðast sumpart hafa haft
ókringt hljóð og sumpart kringt, í § 3.2 verða talin nokkur orð sem
vafi getur leikið á hvort hafi haft kringt hljóð eða ókringt fyrir sam-
fallið og í § 3.3 verður gerð grein fyrir ritháttum sem með vissu fara í
bága við foman framburð.
3.1.1. Á það hefur verið bent að ritmyndir með i fyrir y í forsetn-
ingunum fyrir og yfir og sagnmyndinni skyldi (ásamt öðrum myndum
hennar með i í endingu), sem allra gætir töluvert á 14. öld, virðast
hverfa úr handritum á öndverðri 15. öld (Stefán Karlsson 1967:24; sbr.
Hreinn Benediktsson 1977:32).2 Séra Oddur hefur undantekningar-
laust ‘y’ í öllum þessum myndum.
3.1.2. Öðru máli gegnir um sögnina þyk(k)ja. f-myndir hennar em
enn algengari á 14. öld en þær myndir sem nefndar vóm í § 3.1.1, og
ekkert lát verður á notkun þeirra á 15. öld (Stefán Karlsson 1967:24;
Hreinn Benediktsson 1977:31-32). Hjá séra Oddi hafa einungis fundist
f-myndir: ‘þikjer’ 3377, 28v, ‘þikist’ 3377, 72v, ‘þiki’ 111, 3v og 40r.
3.1.3. No. miskunn, sem kemur margoft fyrir, og so. miskunna
skrifar Oddur undantekningarlaust með ‘y’, sjá dæmi í § 2.42.
í stofni lo. mikill hefur Oddur lang-oftast ‘i’, þegar i í annari sam-
stöfu er varðveitt. T. d. má nefna ‘mikill’ 3377, 66v, ‘mikinn’ 700a, 9v,
2 Þar sem þessar í-myndir eiga sér hliðstæður í norsku (Seip 1955:131) og
hverfa úr íslensku á sama tíma og ýmis norsk einkenni hverfa úr íslensku ritmáli
(sbr. Stefán Karlsson 1967:60; 1978:97-98), væri freistandi að ætla að þær hefðu
einungis verið norskar ritmyndir í íslensku, en gegn þeirri skýringu mælir að
notkun þeirra í íslenskum handritum 14. aldar er ekki bundin við þau handrit sem
bera þess glögg merki að skrifarar þeirra hafa leitast við að semja sig að norskum
ritvenjum. Hér mun því fremur vera um mállýskubundnar framburðarmyndir að
ræða, sem síðar hafa þokað fyrir ofurvaldi eldri mynda.