Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 102
98
Guðrún Kvaran
að þeirri niðurstöðu, að þau væru dreifð yfir svæði, sem liggur milli
ánna Rínar í vestri, Main í suðri, Leine í austri og nær allt norður undir
Norðursjó, en þetta er stór hluti norðvesturkálks Kuhns.
Viðskeytið -apa kemur ekki fyrir á því svæði, sem ég hef tekið til
athugunar (Slésvík-Holstein, Jótland). Það er því ekki viðskeytið sjálft,
sem vakti athygli mína, heldur fyrri liður nokkurra samsettra ámafna
í grein Dittmaiers með -apa sem síðari lið. Ég tel, að þessi nöfn eigi sér
samsvaranir á Jótlandi, og mun ég fjalla um þau hér á eftir. Þessi nöfn
em:
1) Altá. í Hardsyssel Provstis Registratur stendur við árið 1492: „paa
Herning kirckeenge ved Aalt aa“ og „vesten Allt aa, met flerre enge till
Herning kircke“ (Guðrún Kvaran 1979:4). John Kousgárd-S0rensen
getur þess til, að hér sé um að ræða eldra nafn á Hemingsholm Á (t. v.
í Storá). Ekki hefur enn tekizt að finna viðhlítandi skýringu á nafninu,
en Kousgárd-S0rensen gizkar á fd. *alpt, fn. alpt, <?lpt (Kousgárd-
S0rensen 1:64).
Dittmaier nefnir í grein sinni þorpið Oteppe (1034 Altapia, 1015 de
Oltapis), en Altapia hefur að öllum líkindum upprunalega verið nafn á
ánni, sem rennur þar í grenndinni. Hann (1955 § 14:17) telur nafnið af
keltneskum uppmna, skylt *alto- ‘hæð, strönd’, ír. alt, kymr. allt
‘klettur’, skylt lat. altus, gotn. alþus, fhþ. alt.
En sennilegast tel ég, að bæði nöfnin, Altá og Oteppe, séu leidd af
ie. rótinni *el-/*ol- ‘renna, streyma’, sem er mjög algeng í árnöfnum
(t. d. Guðrún Kvaran 1979a:35-36), með tannhljóðsviðskeytinu -t-.
Þau væra þá skyld árnöfnunum Elz (-> Mosel, <G*Altia), Autisse (þ.
Alz < *Altissa) og Alt (1184-90 (1268) Alt) á Englandi, Alter (->Isar)
og Altern (->Isar) (Geiger: 121-122, Ekwall:9-10, Snyder:178). Ef
þessi tilgáta er rétt verður að gera ráð fyrir, að hvomgt nafnanna hafi
orðið fyrir áhrifum af germönsku hljóðfærslunni og að -t- sé uppruna-
legt. Það er alls ekki óalgengt, að ár- og fjallanöfn hafi haldið uppruna-
legum lokhljóðum, og má finna mörg dæmi þess í greinaflokki Hans
Krahes í Beitráge zur Namenforschung (Guðrún Kvaran 1979a:34).
2) Gel{d)bœk. Ekki hefur enn tekizt að skýra óumdeilanlega nöfnin
Gelbœk — Rukær Bæk í R0gind sókn og Geldbœk í Vejlby sókn á
Jótlandi. John Kousgárd-S0rensen telur þau skyld fomdanska lýsingar-
orðinu gceld ‘ófrjór’, þar sem átt væri við á snauða af fiski (Kousgárd-
S0rensen 11:209). Feilberg (1:474) getur þess, að í józkum mállýzkum