Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 157
151
Um nafnhátt
í fyrsta lagi er ávallt notað nafnháttarmerki, ef með nafnhætti í nema-
lið stendur atviksorð, (t. d. neitun), sem á sér ekki samsvörun í aðal-
setningu:
(98) Hún hefur ekkert gert af sér nema að bíða ekki
(99) Þú þarft ekkert að gera nema einungis að sofna
(100) Hann braut ekkert af sér nema aðeins að hlusta
í dæmum (98)-(100) er skyldubundið að nota nafnháttarmerki með
nafnhætti, eins og auðvelt er að sannfæra sig um, og svo virðist ávallt
vera, sé nema-liður aukinn á sama hátt og sýnt var í 2.1.
í öðru lagi verður að nota nafnháttarmerki með nafnhætti í nema-
lið, ef nafnhátturinn stendur sem viðurlag — oftast með fomafni. í kafla
1.1.4 var sýnt, að skyldubundið væri að nota nafnháttarmerki, er nafn-
háttur stendur sem viðurlag með bráðabirgða frumlagi/andlagi. Dæm-
um (86)-(92) má enda breyta öllum á þennan hátt. Sem dæmi skulu
tilgreind:
(89)b Þú þarft ekkert að gera nema það (eitt) að halda þér vakandi
(92)b Hann braut ekkert af sér nema það (eitt) að neita að hlýða.
í dæmum (89)b og (92)b og öðrum hliðstæðum dæmum er ávallt
skyldubundið að nota nafnháttarmerki eins og auðvelt er að sannfæra
sig um. Ekki er loku fyrir það skotið, að nema-liðir með atviksorði
(98)-(100), og nema-Yföix, þar sem nafnhátturinn stendur sem viðurlag,
(89)b og (92)b, kunni að ýta undir óvissu um notkun nafnháttarmerkis
í nema-YvSum af þeirri gerð, sem tilgreind var í kafla 4.1. Einkum á
þetta þó við í síðara tilvikinu, þar sem t. d. dæmi (89)b og (92)b eru
nánast stílbrigði af dæmum (89) og (92), án þess að um merkingarmun
sé að ræða.18
16 Alkunna er, að þeirrar tilhneigingar gætir í vaxandi mæli — einkum þó í
talmáli — að bæta smáorðinu að við ýmsar samtengingar, þar sem það er ekki
talið eiga heima, og er þessi tilhneiging reyndar ekki ný af nálinni, sbr. Bandle,
§ 301. Sem dæmi þessa má nefna orðasamböndin (samtengingarnar) hvort að, ef
að, sem að, nema að og heldur en að. í dönsku talmáli verður hliðstæðs fyrir-
hrigðis einnig vart, en þó ekki á undan nafnhætti (sbr. P. Diderichsen § 29.1). í
islensku koma hins vegar sumar þessara samtenginga einnig fyrir á undan nafn-
hætti, eins og sýnd hafa verið fjölmörg dæmi um (en að, og að, sem að, heldur en
að (sbr. 2.1-2.3 og 3.1-3.4) og nema að (sbr. 4.0)). Að óathuguðu máli væri freist-
andi að telja, að eitthvert samband væri milli þessara tveggja atriða, þ. e. notkunar
nhm. með nafnhætti á eftir samtengingu og þess fyrirbrigðis að bæta smáorðinu
að við ýmsar samtengingar. — Þetta atriði verður þó látið liggja milli hluta að
sinni.