Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 149
Um nafnhátt 143
(35) Hann er ekki búinn að opna bréfið, hvað þá (að hann sé búinn)
(að) lesa það
í dæmi (35) er nafnháttarmerki á undan síðari nafnhætti haft innan
sviga, og er það í samræmi við það, að í slíkum dæmum er því oftast
sleppt, sbr. eftirfarandi dæmi:
(36) Ég ætla ekki að hringja í hann, hvað þá skrifa honum
(37) Mig langar ekki að skrifa hvað þá lesa
(38) Hann langar ekki svo mikið sem líta1* á bókina, hvað þá lesa
hana
í dæmum (36)-(38) virðist eðlilegast að sleppa nafnháttarmerki á
undan síðari nafnhættinum, eins og gert er, en ekki er það þó einhlítt,
eins og eftirfarandi dæmi sýna:
(39) Við krakkamir máttum ekki leika okkur í grennd við húsið,
hvað þá að hjóla í garðinum (Úr skólaritgerð)
(40) Það er ómögulegt að skilja textann, hvað þá að leggja út af
honum (Ritmál)
Dæmi (39)-(40) hljóta að teljast góð og gild, enda auðvelt að finna
fleiri slík dæmi. Dæmi (39) er athyglisvert fyrir þá sök, að sögnin (mega)
tekur alla jafna ekki með sér nafnháttarmerki, en þó er nafnháttarmerki
notað í spumarsetningunni.
í kafla 2.0 vom sýnd dæmi þess, að ef aðaltengingu fylgir fylgiorð
0heldur aðeins, né heldur), væri oftast notað nafnháttarmerki á undan
síðari nafnhætti. Ef spurnarsambandið hvað þá er aukið á sama hátt
með heldur, t. d. í dæmum (36)-(40), gætir nokkurrar tilhneigingar til
að endurtaka nafnháttarmerkið:
(36)b Ég ætla ekki að hringja í hann, hvað þá heldur að skrifa
honum
Þetta er í samræmi við niðurstöðu í kafla 2.0 og virðist um leið til
þess fallið að valda óvissu um notkun nafnháttarmerkis í hvað /;á-lið-
um. Ef litið er á dæmi (36)-(40) í heild og önnur hliðstæð dæmi, verður
niðurstaðan sú, að oftast er nafnháttarmerki sleppt í slíkum úv-setning-
um, en töluverðrar óvissu gætir þó um þetta atriði, sem rekja má til
hvað þá heldur-liða, þar sem nafnháttarmerki er oftast endurtekið.
14 Sbr. 3.4.