Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 32
28
Ásgeir Bl. Magnússon
OH), spílda fyrir spilda (J.M., BMÓ, OH), bílt [bilt] adj.n. fyrir bilt
(sbr. Stef. Ein., Breiðd.). Þá virðist so. síldrast ‘vætla, seytla, úðarigna’
hafa haft stutt stofnsérhljóð í öndverðu, sbr. nno. sildra ‘seytla, niða
lágt’, silre f. ‘lækjarspræna’ og sæ. máll. sillra ‘niða lágt’; síldra(st) <
*silra- (d-ið hvörfungshljóð), sbr. físl. sil n. ‘straumlygnt vatn’. Svo
virðist af orðabókum sem tvímyndir hafi verið af lo. illur í físl., ýmist
með i eða í, (illr e. t. v. < *elhila~), þótt slíks sjáist vart merki í fær.
eða nno. Orðmyndin með i [1] sýnist líka hafa verið algengust í ísl. lengst
af, en hins vegar láta ef,- og hvk.-myndir með í (ílls, íllt) talsvert til sín
taka og í-framburður mikils til ráðandi í no. eins og illska. Þá sýnist
hafa orðið sérhljóðslenging í so. kúltna ‘svelgjast á, ætla að kafna’ og
það á undan tannhljóði, en kúltna gæti verið víxlmynd við koltna ‘drep-
ast’ og e. t. v. tengd kultast ‘veslast upp, hjara í vesöld’. Dæmi eru líka
um lengingu á frammæltu sérhljóði eins og y á undan Ig, sbr. „y magnum
in e., ut sylg, svelgium“ (J.M. bls. 95).
Ég ræddi hér að framan um orðið skáld ‘ljóðasmiður’, en skáld merkir
í nýmálinu líka lönguhrogn eða löngumaga, og eru heimildir um þá
merkingu frá öndverðri 19. öld. Líklegast er að þetta sé sama orðið og
hér sé um einskonar orðaleik að ræða, sbr. að orðið greppur var haft
bæði um ljóðasmið og hrognabrók; þó er ekki útilokað að þetta séu tvö
óskyld orð og skáld ‘lönguhrogn’ sé úr fr.norr. *skáðla < germ. *skeðla
og í ætt við þ.máll. (Westf.) schád ‘gýta, hrogn’. Um skáldraft og skáld-
tré verður ekki rætt að sinni, en minnst á so. skáldast ‘verða húð- eða
hárlaus á blettum (t. d. af heitu vatni)’. Sögn þessi er tökuorð (d. 17. ö.),
ættuð úr ffr. escalder<ilat. excalidare, en inn í ísl. er hún líklega komin
úr d. skolde (fd. scaldœ) og hefur e. t. v. fengið á sem stofnsérhljóð með
hliðsjón af danska orðinu.
Fleiri orð mætti minnast á í þessu sambandi, t. d. hljóðyrði eins og
ýlgur og ýlfur, en með því að óvíst er um upphaflegt stofnsérhljóð þeirra
verður frekari umræðu sleppt. Sama gildir um tvímyndir eins og fild :
fíld f. og fildur : fíldur (um nýja ull á sauðfé). Upphaflegt stofnsérhljóð
er óvíst, en hugsanlega langt. Líku máli gegnir um no. eins og búlda,
kúlda og súld og því ekki frekar um þau fjallað hér.
Af þessu stutta yfirliti um sérhljóðalengingu undan l + samhlj. sést,
að breytingin er nokkuð almenn að því er tekur til stuttra uppmæltra
(eða fjarlægra) sérhljóða á undan l + p,k, m, f, g og eru þá fráskildar
orðmyndir sem halda stutta sérhljóðinu vegna kerfisþvingunar sem og
nokkur tökuorð. Þó koma fyrir ýmsar staðbundnar víxlmyndir með