Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 30
26
Ásgeir Bl. Magnússon
oltar ‘óþrifaskán’, nno. ul, ulen ‘ýldukenndur’ og ulna og ulma og jó.
olme ‘úldna, .. .’. Tilgáta A. Torps um *úl- (<.*ulh-) í úldinn og ýlda
er harla ólíkleg jafnt frá hljóðfarslegu sem orðmyndalegu sjónarmiði.
Lengingin á y í ylda sýnir hinsvegar að hún hefur ekki með öllu sneitt
hjá frammæltum sérhljóðum. Um önnur orð þar sem stutt sérhljóð og
langt sýnast víxlast á undan Id að fornu, eins og t. d. síld : sild verður
ekki frekar rætt að sinni, enda líklega hér um styttingu sérhljóðsins að
ræða á undan samhljóðaklasa, sbr. ft.-myndina sildr.
Við lengingu á undan l + samhlj. hefur o orðið ó, sbr. folk > fólk
og q orðið ó (eða jafnvel ó), sbr. hglf, glpt > hplf, plpt, jo verður jó og
jp>jp (eða jafnvel jó), sbr. mjólk og hjplp, hjplp. Alla jafna hverfur þó
u-hljóðverpta eða u-klofna og lengda orðmyndin, með því að á og u-
hljóðvarpshljóðið af á virðast hafa fallið saman (í langt fjarlægt ó), er
komið var nokkuð fram á 13. öld, og er hætt að greina á milli þeirra
í riti. Verður að ætla að lengdu u-hljóðvarps- og u-klofningshljóðin
hafi verið þar með í flokki, ritmyndin hjplp > hjálp, plpt > álpt,
hplf > hálf. Lenging u-klofningstvíhljóðsins (io) í samhljóðandastofn-
inum mjólk hefur þó haldist óbreytt. Einnig virðist q hafa orðið ó í ein-
staka orðum, o: p > ó. Líklegt má telja að orðmynd eins og tólg1 sé
þannig til komin (<C*tplg <C*tplg <*talgð). Upphaflegt u (o) í stofni
þessa orðs sem og bein tengsl við gotn. tulgus ‘fastur’ eru fremur ólíkleg,
sbr. a í samsvarandi orðmyndum í öðrum norðurlandamálum; nno. og
sæ. talg, d. talg og tælle, fær. tálg og norr. to. í e. tallow og mlþ. talch.
Orðmvndin tylgi sem kemur fyrst fyrir í þýddu riti frá miðri 19. öld, sem
þýðing á erlenda orðinu stearin og er vísast nýgervingur, hefur ekkert
sönnunargildi í þessu sambandi. Stundum koma fram tvímyndir með ö
og ó. Fommáls- og ft.-orðið hQlkn2 er t. d. ritað með ó hjá Páli Vídalín,
Eggert Ólafssyni og mörgum fleiri; orðmyndin með ó kemur líka fyrir í
ýmsum örnefnum eins og t. d. Hólna- eða Hólknatangi út af Kópanesi
1 Ritmyndin tolg kemur fyrir í einu fno. riti (Harpestr.) og getur að sjálfsögðu
samsvarað *tpíg, enda benda nno. víxlmyndir eins og talg, tolg og t</>lg til þess að
svo sé. ísl. orðið tólg býr annars yfir mörgum óráðnum gátum, sbr. t. d. að orðið
er til í öllum kynjum. Þá þekkist og víxlmynd með k í stofni (tólk-), líka í öllum
kynjum.
2 Talið er að hplkn sé úr *hallukina- af hallur ‘steinn’, sbr. gotn. hallus (u-st.).
Því mætti helst búast við físl. *h<j>Ikn, sbr. afkringinguna í fno. helkn, Helknar og
nno. Heknfjell, en engin merki um slíka hljóðþróun sjást í ísl. orðmyndinni, i-
hljóðvarpshljóðið af p hefur e. t. v. verið nokkuð fjarlægt.