Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 190
180
Kristján Eldjárn
skálkssyni á Völlum og orðin húsfreyja þar. Helga notaði svo fjölina
alla tíð sem sína rúmfjöl, en hún dó 1910. Sonur þeirra Helgu og Egils
var Jónas á Völlum (sjá Skagf. æviskrár, bls. 184 í II. bd.), en börn
hans voru m. a. Haraldur á Völlum og Sigurlaug kona Bjarna á Upp-
sölum. Sigurlaug er núverandi eigandi að fjölinni, en amma hennar gaf
henni fjölina.“
Rúmfjöl þessi er að öllu leyti nauðalík annarri fjöl í eigu Guðrúnar
Jónsdóttur, Bergstaðastræti 42, Reykjavík (Hagleiksverk nr. 48, bls.
94-96). Á þá fjöl hef ég lagt þann dóm að hún sé með því allra besta
sem til er frá hendi Hjálmars. Það eru einnig orð að sönnu um Upp-
salafjölina. Munstrið er rökrétt, hvorki of né van í stilkum og blöðum
og blómum, flöturinn vel fylltur og munstrið þó hvergi aðkreppt. Á
fjölunum báðum, en engum öðrum rúmfjölum Hjálmars, er stafurinn U
á eftir IHS, sem vitaskuld er fangamark Krists. í bókinni um hagleiks-
verk Hjálmars lék ég mér að skýringu á þessum aukastaf. Nú finnst mér
hún alltof langsótt. Sennilega er þetta hugsað sem síðasti stafurinn í
nafninu Jesú.
Þessir þrír gripir, sem nú hefur verið gerð grein fyrir, eru ágæt viðbót
við það sem áður var þekkt af hagleiksverkum Hjálmars í Bólu. Þeir
sverja sig allir í hans ætt svo að enginn vafi getur á leikið. Ekki sýna
þeir neina nýja hlið á list hans en fylla prýðilega þann flokk sem fyrir
var. Sérstök ástæða er til að beina athygli að rúmfjöl Sigurlaugar á Upp-
sölum og systurfjöl hennar. Þær eru með því albesta sem til er eftir
Hjálmar og báðar bera þær ártalið 1845, sem er yngst ártal á verkum
hans, með þeirri einu undantekningu að til er rúmfjöl með ártalinu
1856 og á hún að vera eftir Hjálmar að sögn en mundi naumast þekkj-
ast sem hans verk. Mér þykir enn bersýnilegt að Hjálmar hefur lagt frá
sér kutann einmitt um 1845. Rúmfjalirnar tvær gætu í senn verið
einhver síðustu og um leið bestu verk hans. í bókinni um hagleiksverk
hans reyndi ég að telja fram ýmislegt sem hefði getað valdið því að
hann hættir snögglega á miðjum aldri að fást við útskurð. Allt er það
í góðu gildi, að ég tel, en þó lét ég þess ógetið sem mér finnst nú miklu
máli skipta í þessu sambandi. Einmitt árið 1845 var örlagaár í lífi
Hjálmars. Þá missti hann konu sína Guðnýju Ólafsdóttur, sem hann
unni hugástum og þolað hafði með honum blítt og strítt frá æskuárum
beggja. Þetta áfall gekk svo nærri honum að við sjálft lá að hann ör-
vilnaðist, svo sem sjá má á harmljóðunum sem hann orti eftir konu