Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Page 291
279
Stafsetning séra Odds á Reynivöllum
4.3. Afkringing hljóðanna y, ý og ey, sem hefur í för með sér að
gömlum fallandi tvíhljóðum fækkar úr þremur í tvö, hefur hafist löngu
fyrir daga séra Odds (sbr. § 3.0.2), en líklegt er að á æviskeiði hans
hafi breytingin gengið hraðast yfir. Eftir afkringingu ey tekur au við
stöðu þess, og að öllum líkindum hefur au verið búið að fá hljóðgildið
[œy] sums staðar á landinu meðan ev hélt enn því hljóðgildi annars
staðar — og þar á meðal á Suðvesturlandi að því er ráðið verður af
stafsetningu séra Odds. Við því er að búast að á þessu breytingaskeiði
hafi einhver gömul ey-orð gerst eftirlegukindur og lent í hóp au-orða,
enda eru kunn dæmi um slíkt, ekki síst meðal örnefna á Vesturlandi og
Suðvesturlandi. Eggert Ólafsson (1726-1768) segir m. a. frá því að
gamalt fólk í Borgarfirði nefni Reykholt „Ravkiahollt“ eða „Ravkiolt“
(Árni Böðvarsson 1951:164), og Ásgeir Bl. Magnússon hefur nefnt
fleiri orð af þessu tagi í útvarpsþáttum, þ. á m. Rauðará (sem Rauðar-
árstígur í Reykjavík er við kenndur). Sbr. einnig Hreinn Benediktsson
1977:38.5
5. eyng.
5.0. Alkunna er að um 1300 fer að gæta í stafsetningu breytinga á
gömlum stuttum sérhljóðum á undan ng (og nk), en þær hljóðbreytingar
eru ekki enn alveg um garð gengnar á Vestfjörðum. Oft er talað um
lengingu sérhljóða, og þá nafngift má til sanns vegar færa, þar sem úr
gömlu stuttu sérhljóði hefur annað hvort orðið samsvarandi langt sér-
hljóð (/, ý og ú úr /', y og w1) ellegar tvíhljóð (sem var jafngildi langs
sérhljóðs) með gamla (stutta) einhljóðið að fyrri lið og /', y eða u að
síðari lið. Spurning er hvort lenging sérhljóðs (án tvíhljóðunar) hafi
verið millistig í síðarnefndu tilvikunum, eins og veik rök eru fyrir
(Stefán Karlsson 1967:50 og 52), ellegar um beina tvíhljóðun hafi verið
að ræða, en sá kostur er mun sennilegri (sbr. Sveinn Bergsveinsson
1968:903).
5.1. Stafsetning séra Odds á Reynivöllum ber sérhljóðabreytingum
5 Hver veit nema sögnin hrakhraufast, sem Sæmundur á Sjónarhæð hafði eftir
móður sinni breiðfirskri (Halldór Halldórsson 1947:253-54) eigi hér heima. Að
vísu er ih. þt. „hrakhraufazt" í tilvitnuninni, en a«-hljóðið gat valdið því að ia-
sögnin hreyfa hyrfi í sveit ö-sagna.
1 Hafi þessi stuttu hljóð verið farin að opnast í [/], [y] og [u] (sbr. Hreinn
Benediktsson 1962:15-16) fyrir breytinguna, hefur jafnframt verið um lokun
þeirra að ræða.