Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Blaðsíða 158
152
Jón Friðjónsson
5.0. Hér að framan hafa verið sýnd dæmi þess, að notkun nafn-
háttarmerkis með nafnhætti er oft á reiki. í fyrsta kafla voru tínd til
nokkur óregluleg dæmi, þ. e. dæmi sem bundin eru einstökum setning-
um og sem rekja má til hraðs/óskýrs framburðar. Um slík dæmi er ekki
hirt í þessari grein, heldur reynt að gera nokkra grein fyrir þeim reglum,
sem virðast gilda um brottfall nafnháttarmerkis. Meginviðfangsefni
þessarar greinar eru dæmi, þar sem notkun nafnháttarmerkis er nokkuð
á reiki, en þar sem þó má greina reglu í óreglunni (2.0-4.0).
Til yfirlits skal nú rakið, hvenær nafnháttarmerki er ekki notað með
nafnhætti. Nafnháttarmerki er fellt brott: (1) í orðskipunum þolfall með
nafnhætti (sbr. nmgr. 10, kafla 1.1.2) og nefnifall með nafnhœtti (sbr.
nmgr. 11, kafla 1.1.2). (2) Með sögnunum munu, skulu, vilja og mega.
Þó er nafnháttarmerki notað með mega og vilja standi nafnhátturinn
sem viðurlag (sbr. dæmi (14)-(15), kafla 1.1.4). (3) Með sögnum, sem
annars taka með sér nafnhátt með nafnháttarmerki, er nafnháttarmerki
fellt brott, ef orðaröð er breytt, þannig að nafnháttur komi á undan
þeirri sögn, er hann stendur með (sbr. dæmi (12)-(13), kafla 1.1.3). (4)
Á eftir samtengingum einum sér er nafnháttarmerki oftast fellt brott,
þó ekki ef samtengingamar eru auknar smáorði. Um er að ræða nafn-
hátt á eftir aðaltengingum (2.0-2.1), í /zv-setningum (2.2), í saman-
burðarliðum (3.0-3.4) og nema-liðum (4.0-4.2). — Málnotkun er all-
nokkuð á reiki, hvað varðar 4. atriði, en fastbundin að því er til þriggja
fyrstu atriðanna tekur.
HEIMILDIR
Bandle, Oskar. 1956: Die Sprache der Guðbrandsbiblía. (Bibliotheca Arnamagn-
æana, Vol. XVII). Ejnar Munksgaard, Kopenhagen.
Heusler, Andreas. 1962: Altislandisches Elementarbuch. Carl Winter Universitáts-
verlag, Heidelberg.
Höskuldur Þráinsson. 1979: On Complementation in Icelandic. Garland Publish-
ing, Inc., New York.
Jakob Jóhannesson Smári. 1920. íslenzk setningafrœði. Bókaverzlun Ársæls Árna-
sonar, Reykjavík.
Jón Friðjónsson. 1977. Um sagnfyllingu með nafnhætti. Gripla II. Stofnun Árna
Magnússonar, Reykjavík.
Jón Helgason. 1929. Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Safn Fræða-
fjelagsins um ísland og íslendinga, VII. bindi, Khöfn.
Nygaard, M. 1906. Nornpn Syntax. H. Aschehoug og Co, Oslo.
Paul Diderichsen. 1946. Elementœr Dansk Grammatik. Gyldendal, Kpbenhavn.